🌿 Skiptimarkaður 🌿
Laugardaginn 4. október kl. 13–17 í Félagsheimilinu Borg
Komdu og taktu þátt í líflegum skiptimarkaði sem Kvenfélag Grímsneshrepps stendur fyrir! Þetta er kjörinn vettvangur til að gefa hlutum nýtt líf og finna eitthvað spennandi í staðinn – án þess að það kosti krónu.
Hvað á heima á markaðnum?
👗 Föt og skófatnaður fyrir alla aldurshópa
🏊♀️ Sund- og íþróttafatnað
👜 Fylgihluti, veski og töskur (ath. ekki ferðatöskur)
🎭 Grímubúningar
🧩 Púsl og spil fyrir alla aldurshópa
📚 Leikföng og barnabækur
👉 Allt sem kemur þarf að vera hreint, heilt og vel með farið
Hvernig virkar þetta?
• Þú mætir með þínar eigur og setur á merkt borð eða slár
• Þú getur valið þér eitthvað annað í staðinn – eða einfaldlega bara komið og skoðað, jafnvel þó að þú komir ekki með neitt þá máttu eigna þér það sem þér líst á
• Það er enginn „skiptikvóti“ – þú mátt taka meira, minna eða ekkert
• Mundu að taka með þér poka
Aukastemning á staðnum
☕ Sveitarfélagið býður upp á kaffi og djús
🍰 Kvenfélagið selur vöfflur og skúffukökur
🧵 Vanar saumakonur verða á staðnum með saumavélar til að leiðbeina við viðgerðir og breytingar á fatnaði
🎓 Unglingadeild Kerhólsskóla safnar í útskriftarferð og verða með fjáröflun á staðnum
💬 Verið öll hjartanlega velkomin – hvort sem þið ætlið að nýta ykkur skiptimarkaðinn, kíkja í kaffi eða einfaldlega spjalla við nágranna og vini.