Langar þig að kenna jóga og dýpka iðkunina þína? Viltu öðlast meiri persónulegan þroska, auka þekkingu þína á jóga og geta miðlað þeirri þekkingu til annarra?
Yogasálir bjóða upp á vandað og faglegt Hot Yoga kennaranám í samvinnu við "Barkan Method Of Hot Yoga".
Námið er alfarið kennt sem staðnám í Yogastúdíói Yogasála á Selfossi og er viðurkennt af Yoga Alliance.
Námið er kennt á íslensku fyrir utan kennslu í heimspeki jóga sem er kennt í gegnum Zoom á ensku með Jimmy Barkan. Nemendur fá glærur á íslensku og geta fengið allar upplýsingar á íslensku hjá kennurum Yogasála.
Frekari upplýsingar um námið er inn á:
www.yogasalir.is/hotyogakennaranam
Meðmæli:
"Ég ákvað að skrá mig í Jógakennaranám í Yogasálum til að ná betri tökum á Jóga og skilja fræðin á bakvið það. Námið var krefjandi en skemmtilegt, bæði að læra og æfa æfingarnar, njóta hitans í salnum og æfa mig í að kenna. Hópurinn sem var með mér var frábær. Við vorum mjög ólíkar en náðum rosalega vel saman sem hefur gefið mér góða vináttu. Ég kom sjálfri mér margoft á óvart og það var ekki laust við að ég væri stolt af sjálfri mér í lokin. Ég mæli hiklaust með náminu hjá Yogasálum".
Kolbrún Björnsdóttir - Barkan Hot Yoga kennari 200 RYT
"Ég fór langt út fyrir þægindarammann minn þegar ég skráði mig í kennaranám hjá Yoga Sálum en ég sé ekki eftir því eina sekúndu. Námið kom mér verulega mikið á óvart og var mikil áskorun – algerlega frábært. Námið færir manni þekkingu í jógafræðunum, nýja sýn á jóga og fjölda áskorana sem auðga sál og líkama. Ég er afar þakklát fyrir að hafa tekið þátt í þessu stórkostlega ferðalagi sem færði líkama og sál fallegar gjafir- og ferðalagið hefur leitt mig á vit nýrra ævintýra sem auðga sérhvern dag".
Guðbjörg Grímsdóttir - Barkan Hot Yoga kennari 200 RYT
Also check out other Health & Wellness events in Selfoss.