Ótrúlegt en satt þá eru 30 ár síðan Jónas Hreggviðsson og Guðmundur Jóhannesson stofnuðu dúettinn Dirrindí. Hugmyndin var að semja lög og texta um áhugavert fólk og málefni í léttum dúr. Uppskeran er hátt í 30 lög og flest þeirra voru gefin út á hinum rómaða geisladisk Lóan er komin. Á þessum 30 árum hefur Dirrindí komið fram af allskonar tilefnum og í ýmsum útgáfum um sveitir Suðurlands en nú er komið að því að færa sig á malbikið. Það verður öllu tjaldað til á Sviðinu, farið í gegnum alla slagarana og léttar söguskýringar í bland.