Byrjendanámskeið í loftskammbyssu fyrir þá sem eru 15 ára og eldri.
Námskeið fyrir þá sem vilja byrja að æfa loftskammyssu, kynna sér greinina eða fá færni til að getað mætt og æft sjálfstætt á æfingu.
Farið verður yfir grunnatriði á námskeiðinu en það er 90 mínútur í senn einusinni í viku og er námskeiðið 6 vikur
Tímarnir eru á þriðjudögum kl.17:30 - 19:00 dagana 28. oktober til 2. desember
Það sem farið er yfir:
Öryggisreglur og örugg og góð meðhöndlun á loftskammbyssu
Staðan
Miðun
Gikkdrag
Öndun
Upphitun og teygjur fyrir æfingar
Að gera æfingaáætlun fyrir þáttakendur sem þeir geta nýtt í framhaldi á opnum æfingakvöldum.
Þátttakendur verður svo boðið að taka þátt í æfingamóti þar sem keyrt verður mót til að líkja eftir alvöru skotmóti þann 8. desember á sama tíma.
Markmið er að þátttakendur geti í framhaldi og samhliða mætt í opna tíma og æft sjálfstætt á opnum æfingakvöldum ásamt því að getað skráð sig á skotmót á vegum Skotíþróttasambandi Íslands og innanfélagsmót.
Innifalið er lán á loftskammbyssu og loftbikarar(skot). Ekki þarf skotvopnaleyfi til að fá að taka þátt.
Þetta námskeið er einnig krafa til þess að getað stótt um C réttindi til að mega kaupa og eiga lofskammbyssu.
Þeir sem eru undir 18 ára aldri þurfa að koma með skriflega yfirlýsingu frá forráðamanni um að mega æfa.
Þjálfari er Magnús Ragnarsson en hann er með 2. stig í þjálfaramenntun ÍSÍ og D. þjálfararéttindi á skammbyssur frá alþjóða skotsambandinu (ISSF).
ATH að aðeins eru 5 sæti í boði á námskeiðnu