🌹Verið öll velkomin á Málþing sem ber yfirskriftina LYKILL AÐ LÍÐAN - barna og unglinga sem haldið verður á vegum Epsilon-deildar DKG í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 30. október kl. 17:00-19:00🌹
Málþingið er opið öllum áhugasömum og er þeim alveg að kostnaðarlausu.
Efnistök málþingsins munu fjalla um andlega líðan barna og unglinga en markmið þess er að skapa vettvang fyrir faglega, fordómalausa og fjölbreytta umræðu um þá mikilvægu áskorun sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag.
⭐Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mun halda erindi um átakið Riddara kærleikans en það er hreyfing fólks sem vill lifa í samfélagi þar sem kærleikur ræður ríkjum. Verkefnið, sem byggir á virðingu fyrir fórnarlömbum ofbeldis og þeirri von að við getum sameinast um að skapa betra og öruggara samfélag fyrir komandi kynslóðir, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir mannúðlega nálgun og jákvæð áhrif á skólabrag og samskipti barna.
⭐Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri mun fjalla um andlega líðan barna og unglinga og mikilvægi áfallmiðaðrar nálgunar við þróun úrræða. Við verðum öll fyrir áföllum á lífsleiðinni, en áttum okkur ekki alltaf á því að um áfall er að ræða fyrr en kannski mörgum árum seinna en burðumst með afleiðingarnar. Sigrún mun fjalla um úrræði sem hafa reynst vel heima og erlendis og fara yfir hvað við getum lært af því og gert betur í okkar samfélagi.
⭐Raddir ungmenna: fulltrúar unga fólksins deila hugmyndum sínum og sýn á hvað þurfi að gera til að styðja við andlega heilsu og vellíðan þeirra.
⭐Samfélagslögreglan á Suðurlandi: Ellert Geir Ingvason, varðstjóri verður með kynningu á samfélagslögreglunni og þeim verkefnum sem lögreglan kemur að er varða ungt fólk.
🌹Verið öll velkomin í boði samtakanna🌹
Delta Kappa Gamma eru alþjóðasamtök félags kvenna í fræðslustörfum