Í tilefni Hrekkjavökunnar mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur leiða myrkragöngu á Þingvöllum.
Á leiðinni mun Dagrún segja aðeins frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.
Þá verður einnig farið yfir ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja þá upp og losna undan ásóknum þeirra. Öll velkomin, sem þora!
Viðburðurinn hefst við gestastofuna á Haki klukkan 19:00 en þaðan verður gengið í myrkrinu niður Almannagjá og að Þingvallakirkju. Gott getur verið að hafa með sér höfuðljós eða annan ljósgjafa ef myrkrkið sækir of mikið á.
Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No
Undo
Interested
Ticket Info
To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.