Áhrifaríkt og valdeflandi námskeið sem færir þekkingu sem miðar að því að efla seiglu, bæta samskipti og auka þannig færni í lífi og starfi.
Viltu :
- þekkja og skilja jákvæð og neikvæð áhrif streitu
- efla seiglu til að takast á við breytingar og áskoranir
- auka færni samskipta
- læra að setja heilbrigð mörk
- auka streituþol og nýta streituna til góðs
- skilja áhrif álags og áfalla á samskipti og heilsu
- minnka líkur á kulnun í starfi
- vera betur til staðar hverju andartaki
- vaxa og dafna
Hvar: Hótel Grímsborgir
Hvenær: 28.-31. október 2025
Verð: 214.000
Innifalið: Gisting í 2ja manna herbergi, matur og námskeið.
Verð fyrir einstaklingsherbergi kr. 249.000
Námskeiðið er styrkt af flestum starfsmenntasjóðum (sí- og endurmenntun).
Kennarar:
Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðararaðili í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy)sem daglega er kallað meðvirkni, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og lauk námi í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody.
Kristín Sigurðardóttir er slysa-og bráðalæknir, með heildræna sýn á heilsu og hefur alla tíð sem læknir sinnt heilsueflingu, forvörnum og kennslu. Hún er aðjúnkt við Læknadeild HÍ, gestakennari við HR og situr í Lýðheilsuráði Læknafélags Íslands.
Námskeið sem gefur verkfæri sem nýtast vel í starfi. Ein grunnforsenda þess að vaxa í starfi eru heilbrigð streita og samskipti. Þau hafa m.a. áhrif á starfsánægju, vinnustaðamenningu og starfsanda. Að bera kennsl á þætti í vinnuumhverfi sem valda neikvæðri streitu, óheilbrigðum samskiptum og samskiptaleiðum (okkar eigin og annarra) er einkar mikilvægt þegar að því kemur að skapa gott starfsumhverfi með möguleikum á að auka færni og þróast í starfi.
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðslu, hvíldar og viðveru í náttúrunni.
You may also like the following events from Heill Heimur: