Albert Sölvi tríó - Suðurlandsdjazz #8 - Tryggvaskáli
Jæja djazzinn dunar í skálanum í síðasta sinn í sumar.
Við þökkum fyrir frábært djazzsumar í Tryggvaskála.
Tríó Alberts Sölva kemur næstkomandi laugardag með stórgóða sveiflu og gott veður á Sumar á selfossi.
Tríó Alberts Sölva var sett saman fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2023 og spilaði á Jörgensen. Nýlega fór tríóið í stúdíó og tók upp 7 frumsamin lög sem verða flutt ásamt vel völdum stöndurdum.
Tríóið samanstendur af Alberti Sölva á saxófón, Sigmari Þór á kontrabassa og Þorvaldi Halldórssyni á trommur.
Viðburðinn er í boði CCEP, Sass, Tryggvaskála og Sub ehf.
Hlökkum til að sjá ykkur og þökkum fyrir djazzsumarið.
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No
Undo
Interested
Ticket Info
To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.