Gleði og boðefnabætandi ‘Day Retreat’ í Skeiðalaug með dansflæði, sánusamveru og floti í umsjón Siggu Ásgeirs, Höllu Hákonar og Unnar Valdísar.
Nærandi og skemmtilegur dagur þar sem við hristum upp í orkuflæði líkamans, hreinsum út það sem þjónar okkur ekki lengur og fyllum á andans brunn í djúpri flotslökun og eftirgjöf.
Dýrindis grænmetismáltíð frá veitingastaðnum Hvönn í Skálholti þar sem unnið er með staðbundin hráefni í nútímalegri nálgun.
Dagskrá hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 15.00.
10.00 Móttaka í félagsheimilinu í Brautarholti, sem er staðsett til móts við Skeiðalaug
10.15 Sigga leiðir fjölbreyttan og kröftugan tíma með samblandi af dansflæði, styrktaræfingum og teygjum
11.30 Gómsætur og hollur hádegisverður frá veitingastaðnum Hvönn
13.00 Sánagusa 3x kröftugar lotur af hreinsandi gleðisamveru
14.00 Flotmeðferð - djúpslakandi endurgjöf í þyngdarleysinu með mjúkri meðhöndlun
Pottahangs, knús og samveruslit 💙
Skráning og frekari upplýsingar hér:
https://flothetta.is/products/day-retreat