Hlaupanámskeið Hlaupahóps Breiðabliks – Haust 2025
📅 Lengd námskeiðs: 1. september – 29. september
⏱️ Lengd æfinga: Um 60 mínútur
📌 Skráning fer fram hér:
https://forms.gle/Puz71t1raeoJER6V7
💳 Greiðsla fer fram á vef Breiðabliks. Opnað verður fyrir greiðslu á næstu dögum.
Æfingatímar með þjálfara:
-Mánudagar kl. 17:30
- Miðvikudagar kl. 17:30
- Laugardagar kl. 09:00 (eða hlaupið eftir hlaupaplani frá þjálfara)
Hlaupið er þrisvar í viku með þjálfara – annaðhvort frá Smáranum í Kópavogi (æfingasvæði Breiðabliks) eða frá fyrirfram ákveðnum stöðum eins og Vífilsstaðavatni og Heiðmörk. Hvar hlaupið er hverju sinni fer eftir veðri og aðstæðum 😊
Áherslur námskeiðsins:
- Góð hlaupatækni
- Fjölbreyttar hlaupaleiðir
- Jöfn áhersla á utanvegahlaup og hlaup á malbiki/braut
- Uppbygging grunnþols
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem vilja:
- Hlaupa sér til ánægju eða heilsueflingar
- Hlaupa í hóp
- Læra góða hlaupatækni og upphitun
Hvort sem þú ert byrjandi eða með smá reynslu, þá er þetta námskeið fyrir þig!
Lýsing:
Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem vilja byggja upp grunnþol og geta hlaupið 5–10 km án þess að stoppa.
Við byrjum rólega og stillum álag eftir getu hvers og eins. Áhersla er lögð á góða upphitun, hlaupatækni og jákvætt og hvetjandi andrúmsloft.
Þjálfarar:
Hafþór Rafn, hlaupaþjálfari Hlaupahóps Breiðabliks
Aðstoðarþjálfarar: Halldóra Gyða, Óskar og Steinþóra
📧 Fyrirspurnir og nánari upplýsingar:
aGFmZmliZW4gfCBnbWFpbCAhIGNvbQ==
💰 Verð: 20.000 kr.