(English below)
Burning Bridges er 24 klukkustunda gjörningur myndlistarmannsins Jakobs Veigars undir Skeiðarárbrú. Þessi sólarhrings vaka fjallar um áhrif loftslagsbreytinga, minningar, missi og strit forfeðrana í baráttunni við náttúruöflin. Gjörningurinn er táknrænt inngrip undir því gríðarstóra og yfirgefna mannvirki sem Skeiðarárbrú, lengsta brú Íslands er, sem var síðasta tenging hringvegarins yfir Skeiðarársand, og tengdi Öræfin við umheiminn og stendur nú yfir þurrum árfarvegi sem minnisvarði um náttúruleg og manngerð tengsl milli samfélaga og náttúru í hverfulum heimi.
Í gjörningnum mun listamaðurinn tendra 17 elda undir brúnni í þurrum árfarveginum, einn á milli hverra tveggja brúarstoða. Eldunum verður haldið logandi af listamanninum sjálfum, sem óður um erfiða lífsbaráttu fólks í Öræfum í gegnum aldirnar. Eldarnir tákna minni árinnar, þýðingu brúarinnar fyrir fólkið í Öræfum og lífsbaráttu þeirra annars vegar og hinsvegar þann raunveruleika sem við þurfum að horfast í augu við vegna loftslagsbreytinga.
Talan 17 er fjöldi bilanna á milli brúarstoða og jafnframt vísun í heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem vekur athygli á hnattrænni ábyrgð okkar gagnvart umhverfismálum. Það að halda eldunum logandi endurspeglar að endingu nauðsynina á stöðugri vitund um umhverfismál.
Sýningarstjóri er Eva Bjarnadóttir
Staðsetning: Gjörningurinn fer fram undir Skeiðarárbrú á Skeiðarársandi. Streymi verður aðgengilegt í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og Svavarssafni á Höfn en einnig á slóðinni:
https://www.youtube.com/@jakobveigar
Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands og er einnig stutt af Listasafni Árnesinga og Svavarssafni.
//
ENGLISH
A 24-hour endurance performance by artist Jakob Veigar, curated by Eva Bjarnadóttir, under the historic Skeiðarárbrú bridge in Skaftafell National Park, Iceland.
Seventeen fires will burn beneath a bridge that once spanned a glacier river now vanished.
The performance is a goodbye to Skeiðará a vanished river and speaks to memory, loss, resilience, and global responsibility. Livestreamed in a various museum and online, this work connects past and present, nature and cities, in a ritual of reflection and urgency.
A tribute to the people of Öræfi and a call for climate action.
Location: Skaftafell, Iceland | Livestreamed in LÁ art musuem and Svavarssafn Art museum.
Accessible on https://www.youtube.com/@jakobveigar
Also check out other Arts events in Kirkjubaejarklaustur.