Hrikalega spennandi könnunarleiðangur um gula, ægifagra fjallshrygginn sem varðar allt Jökulgilið með einstöku útsýni og nýju sjónarhorni yfir Landmannalaugar, Jökulgilið og Kýlinga. Göngum á Ölduna og Halldórsfell og hugsanlega Gvendarhyrnu í leiðinni. Fágæt leið um fegurstu slóðir Íslands.
*Jepplingafært / fjórhjóladrifsfært (engin vöð á leiðinni).
*Athugið að við leggjum ekki við Landmannalaugar heldur í Kýlingum á Fjallabaksleið nyrðri (um 4 km frá Laugum).
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds. Hugsanlega verða þjálfarar búnir að fara könnunarleiðangur um þessa leið í sumarfríinu sínu samt.
*Tökum vaðskó með ef ske kynni að við þyrftum að vaða.
*Sjá niðurröðun í bíla og umræður á lokaða fb-hópi Toppfara.
*Þessi ferð verður eingöngu farin í góðri veðurspá (milt, þurrt og bjart veður).
*Þessi ferð er hluti af langtímaverkefni þar sem við söfnum öllum fjöllunum í Friðlandinu að Fjallabaki, hér eru allar fyrri ferðir hingað til, alls 15 talsins sem er ótrúlegt því okkur finnst svo stutt síðan við ákváðum að gera þetta eftir fyrstu ferðina 2015:
fjollin_ad_fjallabaki | Toppfarar
*Mynd ferðar er tekin í stórkostlegri ferð óhefðbundna leið að Grænahrygg upp á Austurbarm og um Hrygginn milli gilja og til baka um Halldórsgil þann 3. september 2016: Með fjöllum fegurstum Upp Barm
Verð:
Kr. 9.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi
Kr. 11.800 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Að sjálfsögðu fá allir endurgreitt ef ferð er aflýst af einhverjum orsökum.
Allar upplýsingar á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/aldan-kambur-og-halldorsfell-vid-landmannalaugar-ofan-jokulgils-konnunarleidangur
You may also like the following events from Fjallgöngur.is & Toppfarar.is:
- Next Saturday, 16th August, 08:00 am, Kerlingarfjöll á Fannborg, Snækoll, Snót og Loðmund í ægifögrum fjallasal uppi á Kili in Kirkjubaejarklaustur
- Next month, 6th September, 07:00 am, Smáfjöll og Smáfjallarani yfir kvíslar Innri Emstruár við Laugaveginn og Mýrdalsjökul in Kirkjubaejarklaustur
- Next month, 13th September, 07:00 am, Austari Helgrindur á Kamb og Rauða gíginn við Tröllafjölskylduna á Snæfellsnesi in Patreksfjörður