Kæru Viðreisnar félagar í Árnessýslu
Eftir frábært Landsþing er tímabært að hefja formlega undirbúning fyrir komandi Sveitarstjórnarkosningar.
Stefnan er sett á að bjóða fram undir nafni Viðreisnar í Árborg.
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 29. September 2025, kl. 20.00 í Selinu, Engjavegi 48, Selfossi.
Dagskrá fundar:
-Kosning fundarstjóra og fundarritara
-Kynning á því sem er framundan og mikilvægum dagsetningum.
-Kosning uppstillingu eða prófkjör í Árborg.
-Kosning í uppstillingarnefnd eða kjörstjórn, eftir því sem við á.
Allir félagsmenn Viðreisnar í Árnessýslu eru með atkvæðisrétt í þessum málum og gjaldgengir í uppstillingarnefnd og kjörstjórn.
Við óskum eftir framboðum í uppstillingarnefnd og kjörstjórn. Hægt er að bjóða sig fram á staðnum eða hafa samband við einhvern úr stjórn fyrir fundinn.
Verkefnið er stórt og hvetjum við alla sem tök hafa á að koma með í þessa vegferð!
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Viðreisnar í Árnessýslu