Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir, 21 December | Event in Reykjavík | AllEvents

Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir

Heiða Árna

Highlights

Sun, 21 Dec, 2025 at 08:00 pm

Fríkirkjan við Tjörnina

Advertisement

Date & Location

Sun, 21 Dec, 2025 at 08:00 pm (GMT)

Fríkirkjan við Tjörnina

Fríkirkjuvegur 5, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir
English below

Sóljafndægur er ný tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem Heiða Árnadóttir flytur verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson, Ásbjörgu Jónsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Þórunni Björnsdóttur. Þema tónleikanna eru sólstöður og jafndægur. Tónskáldin semja verk sem fléttast inn í þemun.
Engin aðgangseyrir er að tónleikunum öll velkomin
Nánari upplýsingar á heidaarna.com

Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir

Um verkið:
Tíminn í kringum vetrarsólstöður, dimmasta dag ársins, ber með sér mikla kyrrð að okkar mati, margir leggjast í einskonar híði um tíma og myrkrið býður upp á innri íhugun. Sumir tala um að mæta myrkrinu innra sem ytra áður en ljósið er tendrað aftur og um allan heim eru hefðir og þjóðtrúr tengdar vetrarsólstöðum, sú þekktasta á meðal okkar er auðvitað jólin sjálf. Í myrkrinu getur leynst mikil fegurð og í myrkrinu skín ljós skærast. Í tónsmíð minni mun ég skoða þetta allt saman og rýna í hefðir og hugmyndir í kringum vetrarsólstöðurnar. Með rödd og strengjahljóðfæri í ómandi rými leitast ég við að skapa upplifun og jafnvel eins konar ritúal sem leiðir áheyrandan inn í þetta kyrrðar ástand.”

Í tónsmíð minni mun ég skoða þetta allt saman og rýna í hefðir og hugmyndir í kringum vetrarsólstöðurnar. Með rödd og strengjahljóðfæri í ómandi rými leitast ég við að skapa upplifun og jafnvel eins konar ritúal sem leiðir áheyrandan inn í þetta kyrrðar ástand.

Um tónskáld:
Kristín Þóra Haraldsdóttir er víóluleikari og tónskáld að mennt og á að baki fjölbreyttan feril innan tónsmíða, hljóðfæraleiks, spuna og kennslu. Hún hefur tvívegis skrifað pöntuð tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og verk hennar hafa í tvígang verið valin framlag RÚV til Rostrum of International Composers. Verkið, Blóðhófnir var valið á meðal 1100 umsókna til flutnings á tónlistarhátíðinni MATA í New York vorið 2019 og var það í fyrsta og eina skiptið sem hátíðin helgar heilu tónleikakvöldi einu tónverki.

Kristín er gjarnan flytjandi sinnar tónlistar og hefur haldið ýmsa óhefðbundna tónleika, svo sem svefntónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á Vetrarhátíð 2013, en einnig hefur hún skrifað kammerverk fyrir tónlistarhópa bæði á Íslandi og erlendis. Tónlist Kristínar við dansmyndina The Nordic Escape komst í úrslit sem besta tónlistin á Alternative Film Festival í Toronto árið 2017. Kristín annaðist strengjaútsetningar hljómplötu Sóleyjar Stefánsdóttur, Mother Melancholia, sem hlaut verðlaun sem Plata ársins í opnum flokki á íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og hefur verið tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Kristín hefur gefið frá sér tvær hljómplötur: VDSQ Solo Accoustic vol. 14 (VDSQ Recordings), með eigin tónlist sem hún leikur á gítar, sem fékk einróma lof gagnrýnenda og Blóðhófnir (Innova Recordings) við samnefdan ljóðaflokk Gerðar Kristnýjar, sem hefur verið flutt á þremur listahátíðum og var valin framlag RÚVs til European Rostrum of Composers' Hidden Treasures Mixtape árið 2020.

Kristín er meðlimur í hljómsveitinni Mógil, og hljómsveit Sóleyjar en báðar hljómsveitir hafa farið í tónleikaferðir víða um Evrópu. Einnig kemur hún reglulega fram sem víóluleikari með ýmsum listamönnum og tónlistarhópum.

Sem tónlistarkennari hefur Kristín starfað með börnum og fullorðnum í Bandaríkjunum, Palestínu og á Grænlandi auk Íslands. Hún hefur verið leiðbeinandi og hljóðfæraleikari við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna, og margsinnis prófdæmt lokaverkefni nemenda við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun og NAIP.


Um flytjanda:
Heiða Árnadóttir hefur á ferli sínum lagt ríka áherslu á flutning samtímatónlistar, sem og þjóðlaga-, djass-, tilrauna- og ljóðatónlist. Heiða lauk mastersnámi úr Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi árið 2004. Ásamt fjölda tónleika á Íslandi, þar sem hún hefur meðal annars frumflutt verk með Ensemble Adapter og Caput, hefur Heiða einnig komið fram í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Indlandi, Svíþjóð og Danmörku.

Hún hefur flutt verk á Norrænum músíkdögum, Myrkum Músíkdögum, Iceland Airwaves, Sumartónleikum í Skálholti, Óperudögum, Jazzhátíð Reykjavíkur og ýmsum hátíðum erlendis eins og á hátíðartónleikum á tónlistarhátíðinni WOMEX í Kaupmannahöfn.

Heiða var tilnefnd sem söngkona ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum í flokki klassískrar tónlistar fyrir árin 2020 og 2023. Einnig vann hún Grímuverðlaunin sem söngvari ársins 2024 fyrir ljóðsöguna Mörsugur.

Heiða er lagahöfundur, textaskáld og söngkona í hljómsveitinni Mógil sem hafa gefið út 4 plötur. Hún var staðarlistamaður Myrkra músíkdaga 2020-2023 þar sem hún frumflutti fjölda verka eftir íslensk tónskáld.

Heiða gaf út plötuna “Tunglið og ég” 2023 ásamt píanóleikaranum Gunnari Gunnarssyni. Þar flytja þau lög tónskáldsins Michel Legrand við íslenska texta Árna Ísakssonar og Braga Valdimars Skúlasonar.


Sóljafndægur is a new concert series at Fríkirkjan in Reykjavík, where Heiða Árnadóttir performs works by Guðmundur Steinn Gunnarsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, and Þórunn Björnsdóttir. The theme of the concerts is solstices and equinoxes, and the composers create works that intertwine with these themes.

Admission is free and everyone is welcome.
Further information at heidaarna.com

Winter solstice - Kristín Þóra Haraldsdóttir

About the work
The time around the winter solstice, the darkest day of the year, carries with it a deep stillness in our view. Many people retreat into a kind of hibernation for a while, and the darkness invites inner reflection. Some speak of confronting the darkness both within and without before the light is rekindled, and all around the world there are traditions and folk beliefs connected to the winter solstice—the most familiar to us, of course, being Christmas itself. In the darkness great beauty may be hidden, and in the darkness the light shines brightest. In my composition I will explore all of this and delve into the traditions and ideas surrounding the winter solstice. With voice and string instruments in a resonant space, I seek to create an experience—perhaps even a kind of ritual—that guides the listener into this state of stillness.
In my composition I will explore all of this and delve into the traditions and ideas surrounding the winter solstice. With voice and string instruments in a resonant space, I seek to create an experience—perhaps even a kind of ritual—that guides the listener into this state of stillness.


About the composer
Kristín Þóra Haraldsdóttir is a trained violist and composer with a diverse career in composition, performance, improvisation, and teaching. She has twice written commissioned works for the Iceland Symphony Orchestra, and her works have twice been selected as the Icelandic National Broadcasting Service (RÚV)'s submissions to the Rostrum of International Composers. Her work Blóðhófnir was chosen from among 1,100 applications for performance at the MATA Festival in New York in the spring of 2019, marking the first and only time the festival dedicated an entire evening to a single piece.

Kristín often performs her own music and has presented various unconventional concerts, such as a “sleep concert” at Reykjavík City Hall during the Winter Light Festival in 2013. She has also composed chamber works for ensembles both in Iceland and abroad. Her music for the dance film The Nordic Escape was a finalist for Best Music at the Alternative Film Festival in Toronto in 2017. Kristín arranged the string parts for Sóley Stefánsdóttir’s album Mother Melancholia, which won Album of the Year in the open category at the Icelandic Music Awards in 2021 and has been nominated for the Nordic Council Music Prize.

Kristín has released two albums: VDSQ Solo Acoustic Vol. 14 (VDSQ Recordings), featuring her own music performed on guitar, which received unanimous critical acclaim, and Blóðhófnir (Innova Recordings), set to the poetry cycle of the same name by Gerður Kristný. Blóðhófnir has been performed at three arts festivals and was selected as RÚV’s contribution to the European Rostrum of Composers’ Hidden Treasures Mixtape in 2020.

She is a member of the bands Mógil and Sóley’s ensemble, both of which have toured extensively across Europe. She also regularly performs as a violist with various artists and music groups.
As a music educator, Kristín has worked with children and adults in the United States, Palestine, Greenland, and Iceland. She has served as mentor and performer for Upptakturinn, a children’s composition competition, and has frequently examined final projects by students at the Iceland University of the Arts in creative music communication and the NAIP (New Audiences and Innovative Practice) program.


About the performer
Heiða Árnadóttir has throughout her career placed strong emphasis on performing contemporary music, as well as folk, jazz, experimental, and poetry-based music. She completed her master’s degree at the Royal Conservatory in The Hague in the Netherlands in 2004.

In addition to numerous concerts in Iceland—where she has premiered works with Ensemble Adapter and Caput—Heiða has also performed in the Netherlands, Belgium, France, India, Sweden, and Denmark. She has appeared at the Nordic Music Days, Dark Music Days, Iceland Airwaves, the Summer Concerts in Skálholt, Opera Days, Reykjavik Jazz Festival, and various international festivals, including a showcase concert at WOMEX in Copenhagen.

Heiða was nominated Classical Singer of the Year at the Icelandic Music Awards for 2020 and 2023. She also received the Gríma Award as Singer of the Year in 2024 for the music-theatre work Mörsugur.

Heiða is a songwriter, lyricist, and vocalist in the band Mógil, which has released four albums. She was artist-in-residence for the Dark Music Days festival from 2020–2023, where she premiered numerous works by Icelandic composers.

In 2023, Heiða released the album Tunglið og ég (“The Moon and I”) together with pianist Gunnar Gunnarsson. They perform songs by composer Michel Legrand with Icelandic lyrics by Árni Ísaksson and Bragi Valdimar Skúlason.



Also check out other Entertainment events in Reykjavík, Music events in Reykjavík, Festivals in Reykjavík.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Fríkirkjan við Tjörnina, Fríkirkjuvegur 5, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Heiða Árna

Heiða Árna

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir, 21 December | Event in Reykjavík | AllEvents
Vetrarsólstöður - Kristín Þóra Haraldsdóttir
Sun, 21 Dec, 2025 at 08:00 pm