Hið margrómaða skötuhlaðborð Vignis verður í Hlégarði á Þorláksmessu.
Matreiðslumeistarinn og Mosfellingurinn Vignir Kristjánsson töfrar fram glæsilegt hlaðborð með öllu tilheyrandi í hádeginu á Þorláksmessu.
Skata, mild og sterk, Tindabikkja, saltfiskur, plokkfiskur, innbakaður lax með piparrótarrjóma, kryddgrjón, jólasíld, karrýsíld, hangikjötstartar, spánskur saltfiskréttur, graflax, sinnepssósa, plokkfiskur.
Borið fram með rúgbrauði, rófum, kartöflum, hnoðmör, smjöri og hömsum.