Ólöf Arnalds bregður á leik
Friday, May 2nd
doors 19:30 / show 20:00
3.000kr
In this concert Ólöf will play songs that already have charmed her audience as well as she will find her way into something new.
Ólöf Arnalds is an Icelandic composer and multi-instrumentalist. Her most distinctive asset is, nonetheless, her voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Her work has been called "otherworldly" by The New York Times, "stunning" by SPIN, "bewitching" by Rolling Stone, "remarkable" by the NME, "ethereal" by Vanity Fair and "impossibly lovely" by Paste.
-------------
Á tónleikunum mun Ólöf að vanda bregða á leik og leika lög sem nú þegar hafa hrifið hlustendur hennar auk þess sem hún fitjar upp á einhverju nýju.
Ólöf Arnalds hóf fiðlunám á barnsaldri en skipti síðar yfir söngnám undir handleiðslu Ruth L. Magnússon. Ólöf lauk námi í tónsmíðum og nýmiðlum frá Listaháskóla Íslands en lokaverk hennar, níu ramma myndbandstónverkið Eins og sagt er, vakti mikla athygli. Ólöf hóf feril sinn sem söngvaskáld með hljómplötunni Við og við sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir. Á erlendri grundu var hún valin ein af bestu plötum ársins af Paste Magazine auk þess sem eMusic valdi hana meðal bestu platna fyrsta áratugarins. Fyrir „Innundir skinni“ hlaut Ólöf Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónsmiður ársins, auk þess sem platan var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunana. Þá hefur Ólöf gefið út plöturnar Sudden Elevation og Palme en báðar hlutu þær mikið lof gagnrýnenda. Á farsælum ferli sínum hefur Ólöf gjarnan lagt stund á að túlka lög eftir aðra, m.a. á smáskífunni Ólöf Sings. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Fjöldi dagblaða, tímarita, vefmiðla, útvarps- og sjónvarpsstöðva víðsvegar um heim hafa fjallað um hana og verk hennar. Má þar nefna The New York Times, The Guardian, Vanity Fair, Paste, BBC, KEXP og Uncut. Ólöf hefur samið tónlist fyrir leikverk og kvikmyndir, má þar nefna heimildarmyndina Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur og leikverkið „Mamma mamma“ í leikstjórn Charlotte Bøving. Samvinna Ólafar og Skúla Sverrissonar hefur getið af sér margar hljómplötur og verkefni m.a. hinar dáðu Seríu plötur. Ólöf og Skúli sömdu tónlistina við leikritið Saknaðarilmur og hlutu fyrir hana Grímuverðlaunin. Ólöf söng verkið Kaldur sólargeisli eftir Skúla með Sinfóníuhljómsveit Íslands við ljóð Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Nýjasta verkefni Ólafar og Skúla er dúettinn Sona sona, en þau fluttu m.a. verk á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Meðal annarra listamanna sem Ólöf hefur átt ánægjulegt samstarf við eru Erna Ómarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Víkingur Ólafsson, Björk og Davíð Þór Jónsson.
You may also like the following events from Mengi:
Also check out other
Concerts in Reykjavík,
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík.