Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Vinnuskóla Hafnarfjarðar býður Nýsköpunarsetrið þér hjartanlega velkomin þann 29. júlí frá 15-18 á lokahóf Skapandi Sumarstarfa 2025!
Í sumar hefur hópur ungmenna starfað við fjölbreytt skapandi verkefni og þann 29. júlí bjóða þau íbúum Hafnarfjarðar og áhugasömum að koma, hitta ungmennin og sjá verkefnin saman í einu rými.
Frá kl. 15:00 til 18:00 verður sérstök dagskrá þar sem ungmennin sýna afrakstur vinnunnar. Dagskrá er eftirfarandi:
kl. 15:00 Opnunarorð
Umsjónarmaður Skapandi Sumarstarfa, Þorbjörg Signý Ágústsson, býður gesti velkomna
Kl. 15:10 Ómstaður, flutt af Unu og Kristjonas
Una mist og Kristijonas Groblys flytja tónverk fyrir gesti með handgerðum hljóðfærum. Eftir dagskrá finnast þau í Ritsmiðjunni með annan flutning, gestum býðst að skoða hljóðfærin, hlusta á tónlistina og spjalla við listamennina.
kl. 15:20 Ljóðalestur með Iðu Ósk
Iða Ósk les nokkur ljóð fyrir gestum úr ljóðabókinni sinni. Gestum gefst færi á að skoða verkefnið og bókina betur að lokinni dagskrá.
kl. 15:30 Tilfinningar, kynning á verkefni Mirru Hjartardóttur
Mirra verður með stutta kynningu en býður svo börnum og foreldrum að koma til hennar kl. 16 í Tilraunasmiðjuna til að prófa spilið stuttlega áður en hún heldur utan um málunarstund á sömu forsendum og spilið sjálft.
kl. 15:40 Upplestur úr bók með Smára Hannessyni
Smári les upp úr bókinni sinni Eldar. Gestum gefast færi á skoða fyrstu drög af bókinni og skrá sig á forsölulista að lokinni dagskrá.
kl. 16:00 Fiðluleikur með Tómasi Vigur
Tómas slær á létta strengi og lýkur dagskránni með nokkrum vel völdum lögum.
Frá kl. 16-18 býðst gestum að rölta á milli bása og herbergja. Þátttakendur Skapandi sumarstarfa taka á móti gestum og spjalla við gesti um afrek sumarsins, verkefnin þeirra og sýna áhugasömum afrakstur undanfarinna mánaða.
Viðburðurinn er opinn öllum og við hvetjum Hafnfirðinga – og auðvitað gesti hvaðanæva að – til að mæta, styðja ungt fólk í sköpun og njóta þess sem verður á boðstólnum.
🌟 Komdu og fagnaðu með okkur lokum listræns, fræðandi og kraftmikils sumars! 🌟