JÓGA fyrir byrjendur og/eða þá sem vilja rifja upp grunninn með Láru Rúnarsdóttur. Kennt á laugardögum frá kl. 9.00 - 10.15 & mánudögum frá 18.00 - 19.15 frá 16. ágúst - 1. september.
Mjúk leið til þess að kynnast jóga þar sem aðal áherslan er á innri hlustun, líkamsvirðingu og sjálfsþekkingu. Námskeið fyrir þá sem vilja tengjast líkama sínum á dýpri hátt, öðlast friðsælla líf, læra leiðir til þess að næra taugakerfið og virkja lífsorkuna og fá tæki og tól til þess að nýta í daglegu lífi.
Fléttað verður jógaheimspekinni inn í iðkunina sem samanstendur af hugleiðslu, öndun, mjúkum teygjum, kundalini æfingum og jóga nidra djúpslökun.
Hvað gerir þetta námskeið einstakt?
Við sameinum fjögur öflug og samverkandi jógaform:
Kundalini jóga
Örvum lífskraftinn með einföldum hreyfingum, öndun og hljóði (möntrum). Þessi hluti gefur orku, losar spennu og tengir við innri styrk.
Hatha jóga
Klassískar jógastöður (asana) og mýkri líkamsvinna sem byggir upp jafnvægi, styrk og liðleika. Við lærum að hlusta á líkamann og virða mörk.
Pranayama
Öndunin verður brú milli líkama og hugar – og hjálpar til við að minnka streitu og byggja upp orku.
Jóga Nidra
Leidd djúpslökun í lok hvers tíma. Jóga Nidra er djúp endurnærandi aðferð þar sem þú slakar fullkomlega á – og líkaminn fær tíma til að jafna sig og vinna úr.
Allt kennt í hlustun, hlýju og virðingu fyrir þínum takti. Engin pressa, engin fyrri reynsla nauðsynleg – nóg að mæta. Tilgangur námskeiðisins er að:
• Finna öruggt rými til að anda og vera.
• Byggja upp dýpra samband við líkama, huga og anda.
• Upplifa hvernig jóga getur hjálpað þér og stutt við þig í amstri dagsins.
• Finna ró, orku og jafnvægi
________________________________________
Lára Rúnarsdóttir er eigandi MÓA studio, jógakennari (260 tíma frá Kundalini Research Institute) (150 tímar frá Yoga Light Warriors) & er í 500 tíma námi frá Yoga Reniew í New York. Hún er Jóga Nidra kennari (Amrit Method). Hún er tónheilari & lærði hjá Saraswati Om (Gong & Sound healing). Lára er líka með menntun í NA-Shamanisma (Otter Dance School of earth medicine) og með meistaragráðu í kynjafræðum frá Háskóla Íslands & B.ed. gráðu í kennslufræðum. Lára er tónlistarkona (Burtfararpróf í klassískum söng, píanó- & gítarnám), meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun (Upledger á Íslandi).
Verð: 39.900
Innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur.
Minnum á að endurgreiðsla úr stéttarfélagi gæti nýst vel hér.
Skráning fer fram hér eða í gegnum
bW9hciB8IG1vYXJzdHVkaW8gISBpcw==:
https://shop.moarstudio.is/products/joga-fyrir-byrjendur-6-skipta-namskeid-hefst-16-agust
You may also like the following events from MÓAR studio:
Also check out other
Health & Wellness events in Hafnarfjörður,
Music events in Hafnarfjörður,
Entertainment events in Hafnarfjörður.