Hvernig förum við á staðinn:
Leggjum í hann að morgni fimmtudags frá Höfuðborginni þ.e. þeir sem þar búa.
Þeir sem vilja geta sent hljólin fyrr í vikunni og síðan flogið austur á Egilsstaði.
--------
Hjólarí:
Tökum leiðir út frá náttstað á Eiðum,
https://www.eidarvillage.is/ , sem er gistiheimili stutt frá Egilsstöðum. Hjólum í mismunandi áttir á hverjum degi. Leiðarval verður kynnt nánar á undirbúningsfundi. Við stefnum á að fá heimamenn til að leiða okkur um skemmtilegar leiðir en svæðið býður upp á skemmtilegar hjólaleiðir bæði á há- og láglendi.
--------
Erfiðleikastig 3 af 4:
Nokkuð erfið ferð og aðeins fyrir vana hjólara sem geta tekist á við krefjandi aðstæður. Leiðir eru ýmist erfiðar og/eða langar dagleiðir.
--------
Undirbúningur:
Undibúningsfundur er Þriðjudaginn 5. ágúst klukkan 18:00 í húsnæði Arctic Trucks að Kletthálsi. Á fundinum verður farið nánar yfir leiðaval og útbúnað eins og bensín birgðir í ferðinni.
--------
Nánar:
Aðeins er pláss fyrir 18 manns í gistingu. Fyrstur borgar fyrstur fær. Á fimmtudags og föstudagskvöldið sér hver um sig í kvöldmat. Á laugardeginum verður kvöldmatur í boði félagsins. Morgunmatur er veittur á Eiðum. Að öðru leiti sér hver um sig í mat, drykk og bensíni.
--------
Kostnaður:
Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum og morgunmat. Verðið fyrir 3 nætur er samtals frá um 40 þúsund. Raðað verður í herbergi á undirbúningsfundi og á staðnum ef hitt dugar ekki.
--------
Aðferð við skráningu:
Ef þú ætlar með þarftu að skrá þig sem GOING hér á facebook og greiða 25 þúsund krónur inn á reikning félagsins kt. 710108-1290 banka uppl. 513-14-402836. Restin verður gerð upp á staðnum eða stuttu fyrir ferð.
Vinsamlega sendið greiðslukvittun á
c3Rqb3JuIHwgc2xvZGF2aW5pciAhIGlz
--------
Fyrir hverja:
Þessi ferð er aðeins fyrir skráða og greidda Slóðavini.
--------
Umsjónarmenn eru :
Ásgeir Örn Rúnarsson
YXNnZWlyIHwgZ3BzICEgaXM=
s: 693-0800
Steinn Randversson
cmFuZHZlcnNzb24gfCBpY2xvdWQgISBjb20=
s: 863-3376
You may also like the following events from Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir:
Also check out other
Business events in Egilsstadir.