Útihreysti er sex vikna námskeið fyrir fólk sem vill rækta líkama og sál í einum fallegasta æfingasal landsins sem staðsettur er í Tungudal á Ísafirði. Æfingarnar miða að því að bæta styrk, þol og liðleika, auk þess sem hreyfing utandyra hefur heilmikil góð áhrif á andlega heilsu.
Æfingatímabilið er 19.ágúst til 27.september.
Æfingatími hópur 1 á þriðjudögum og fimmtudögum kl.17:00-18:00 og laugardögum kl.10-11
Æfingatími hópur 2 á þriðjudögum og fimmtudögum kl.18:00-19:00 og laugardögum 10-11
Verð er 20.000 kr.
Nánari upplýsingar og skráning á messenger eða í tölvupósti
c2Fsb21laW5nb2xmcyB8IGdtYWlsICEgY29t
Námskeiðið hentar þeim sem:
hafa hug á að bæta heilsu sína og/eða viðhalda henni
njóta þess að hreyfa sig úti í náttúrunni
vilja æfa undir handleiðslu þjálfara
vilja vera í æfingahóp
Þjálfari í Útihreysti er Salome Elín Ingólfsdóttir, ÍAK einkaþjálfari og næringarfræðingur. Salome hefur starfað við þjálfun frá árinu 2012 og boðið upp á námskeið í útihreyfingu allar götur síðan. Þegar útihreystitímabil nálgast er hún spenntari en allir, drífur fólk með sér og hvetur til þátttöku.