Í fyrra reið ég á vaðið og hélt töfrasýningu Askasleikis á Höfn í Hornafirði. Á sýninguna seldist upp, 150 manns, og allir hressir! Ég segi í fullri alvöru að ég hef hugsað til næstu sýningar frá síðustu jólum 🥰
Töfrasýningin hentar allri fjölskyldunni, fer fram hjá Leikfélagi Selfoss (hjartans þakkir) og stendur í um klukkustund. Búast má við skemmtilegum töfrabrögðum, almennri stemningu og syngjum saman öll helstu jólalögin (og tekið verður við óskalögum).