Komið og hittið listamanninn Finnboga Pétursson. Hann mun segja frá verkinu Skjálfti og svo mun sýningarstjórinn Paulina Brzuskiewicz-Kuhn ræða við Finnboga um verkið.
Viðburðurinn verður bæði á íslensku og ensku.
----
Titringur djúpanna
Lífið, hvað er það annað en draumur
Lewis Carroll
Spegillinn, hlutur sem nú má finna á næstum hverju heimili, var áður fyrr talinn hlið inn í annan heim, sem geymdi óteljandi leyndarmál. Alls kyns hjátrú og helgisiðir tengdust honum. Einn slíkur siður, sem enn er við lýði í mörgum menningarheimum og trúarbrögðum, felst í því að hylja spegla við jarðarför eða á meðan syrgt er. Rétt eins og augum hins látna er lokað til að koma í veg fyrir að sál hans snúi aftur í líkamann, eru speglar huldir vegna þeirrar trúar að týnd sál kunni að festast í þessum tilbúna heimi eða dragast inn í ríki illra afla. Hjúpun spegilsins verndar einnig syrgjendur gegn því að sjá spegilmynd hins látna, sem talið er boða ógæfu eða jafnvel annan dauða. Evrópskir andatrúarmenn og afrískir seiðmenn litu á spegla sem gáttir að andaheimum. Hvað gæti gerst næst þegar við horfum djúpt og einbeitt í spegil?
Á sýningunni Skjálfti í Listasafni Árnesinga í Hveragerði býður listamaðurinn Finnbogi Pétursson okkur að skyggnast á bak við slæðuna, að líta inn í heim sem hann hefur skapað, náið ferðalag bæði inn í spegilinn og jafnframt inn í okkur sjálf. Í listsköpun sinni hefur Finnbogi lengi velt fyrir sér líkamleika náttúrulegra fyrirbæra og skapað innsetningar sem tala, í gegnum listformið, við okkur um undraveröld ljóss, hljóðs og orku, fyrirbæra sem gjarnan eru römmuð inn í vísindi raunhyggjunnar. Í Hveragerði notar hann áfram sín sérstöku tjáningarform, en nú virðast vísindalegar og listrænar hliðar verkanna aðeins mynda bakgrunn fyrir þá andlegu vídd sem þar birtist.
Sýningin samanstendur af tveimur innsetningum sem má lesa (eða öllu heldur upplifa) sjálfstætt, en sem eru nátengdar í þessu samhengi. Sú fyrri byggist á áðurnefndum spegli, en listamaðurinn hefur mótað sérstakt efnislegt umhverfi í kringum hann, eins konar tilraunakennda samsetningu af rafsegulbylgjum, fínstilltan orkutitring sem við verðum sjaldnast vör við, en gerir okkur þó kleift að sjá heiminn í kringum okkur. Hljóð og ljós spila saman en til þess að þessi „melódía“ geti orðið til, er nærvera okkar nauðsynleg – sérstaklega linsur augna okkar og spegilflöturinn sjálfur.
Seinni innsetningin snýst um rautt duftker, sem líklegt er að innihaldi leifar látins manns. Hún tengist ekki aðeins táknrænt, heldur líka bókstaflega, grafreit sem er staðsettur mörg hundruð kílómetra frá Hveragerði, í Svarfaðardal nálægt Dalvík. Finnbogi hefur tengt þessa tvo staði með því að setja upp jarðskjálftamæli sem nemur minnsta titring undir legsteininum í Svarfaðardal, mælingar sem varpað er upp í sýningarrýminu í Hveragerði. Þrátt fyrir að legsteinninn og duftkerið með öskunni séu til minningar um hinn látna og vitni um dauða hans og för inn í eilífa kyrrð og tóm, eru báðir þessir manngerðu hlutir á vissan hátt fullir af lífi – náttúran og púlsandi efni hennar slá áfram sinn takt, sem nú birtist okkur í mynd. Jarðskjálftamælirinn verður þannig tæki í höndum listamannsins, hylling lífsins.
Boðskapur verksins, þar sem listamaðurinn notar jarðskjálftaorku til að stefna lífgefandi takti jarðarinnar á móti ösku látins einstaklings, sem fæddist úr mold og sneri aftur til hennar, er algildur, en í þessu tilviki bætast við verkið persónuleg og staðbundin merkingarlög. Í fyrsta lagi skiptir það máli hver hinn látni er. Askan sem duftkerið kann að innihalda er ekki valin af tilviljun. Þetta eru líkamsleifar hins virta jarðskjálftafræðings Ragnars Stefánssonar, sem leiddi þróun jarðvísindarannsókna og viðvörunarkerfa vegna jarðskjálfta og eldgosa. Sýningarrýmið sjálft, þar sem lesa má mælingar jarðskjálftabylgja úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð, er einnig sérstaklega viðeigandi. Í Hveragerði finnur maður líkamlega nærveru frumkrafta náttúrunnar í gegnum mikla jarðhita- og skjálftavirkni. Þar að auki hefur þessi staður sérstaka þýðingu fyrir Finnboga, tenging hans við Hveragerði nær aftur til bernsku hans, þegar hann kom þar við ásamt foreldrum sínum á ferðalagi austur á land. Jafnvel þá vakti jarðhiti svæðisins, goshverir og sögur af slysahættu hugmyndaflug barnsins til lífs. Þessi áhugi hans á svæðinu hefur haldist fram á fullorðinsár.
Þegar Finnbogi fékk boð um að setja upp einkasýningu í Listasafni Árnesinga hafði hann hugsað sér að vinna að henni með tengdaföður sínum, Ragnari. Ætlunin var að skapa verk þar sem hann nýtti skjálftamælitæki – m.a. tæki sem Ragnar sjálfur hafði þróað – og að sækja innblástur í jarðfræðilega virkni svæðisins. Því miður lést Ragnar í júlí í fyrra. Sýninguna í Hveragerði má því einnig túlka sem virðingarvott til hans og ástar hans á Íslandi og jarðfræðilegri sérstöðu landsins.
Innsetningarnar tvær tengjast á marga vegu. Þær eru samofnar gegnum notkun á bylgjum – ósýnilegum bylgjum ljóss, hljóðs og orku, þar á meðal skjálftatitrings, sem fylla sýningarrýmið. Finnbogi nýtir eiginleika þeirra til að skapa nýja sjón- og hljóðupplifun, og leiða þannig áhorfendur inn í heim sem við sjáum vanalega ekki, heim utan víddar skynfæranna. Samhliða ljær listamaðurinn báðum verkunum sterka dauðafræðilega vídd: Í duftkersinnsetningunni vísar hann beint til dauðans, en spegilinn opnar á hugleiðingu um hverfulleika – í gegnum gagnverkandi áhrif ljóss og hljóðs á spegilfletinum verður myndin sem við sjáum afar dauf, rétt yfir núllpunkti geislunar, nálægt þeim punkti þar sem lífið hverfur – dauðinn tekur við.
Þannig fellur verk Finnboga inn í sögu listarinnar þar sem speglar eru nýttir – bæði sjónrænt og táknrænt – til að varpa ljósi á hugmyndir um sjálfsmynd, skynjun og hverfulan veruleika. Sú hefð nær þúsundir ára aftur í tímann – til dæmis trúðu Forn-Egyptar því að speglar endurspegluðu kjarna tilverunnar, líkt og sólarhringinn, uppsprettu ljóss og lífs. Speglar og spegilmyndir gegna einnig veigamiklu hlutverki í list samtímans; hjá listamönnum á borð við Bruce Nauman, Michelangelo Pistoletto, Yayoi Kusama, Rebeccu Horn og Cindy Sherman, svo aðeins sé minnst á nokkrar af stærstu stjörnum listheimsins. En notkun spegilsins í verki Finnboga sker sig úr þar sem hér er litið inn á við, með andlegri og persónulegri áherslu. Þetta minnir á meistaraverk gömlu meistaranna sem notuðu spegla til að afhjúpa mikilvægan sannleika. Nefna má málverk Lukasar Furtenagel frá 1529, þar sem hjónin Hans Burgkmair og Anna virðast horfa beint á áhorfandann, en í speglinum birtast ekki andlit þeirra – heldur hauskúpur. Verkið tekur á sig vanitas-form og minnir okkur á dauðleikann sem aldrei er fjarri.
Til að enda ekki á slíkum þunglyndislegum nótum er vert að rifja upp orð Lewis Carroll, ensks rithöfundar, stærðfræðings og ljósmyndara á nítjándu öld, sem var heillaður af speglum. Í sögunni Í gegnum spegilinn lýsti hann því sem beðið getur handan við spegilyfirborðið. Þar leynist heimur drauma og ímyndunar. Við bjóðum þér að stíga inn í hann.
Paulina Brzuskiewicz-Kuhn
Finnbogi Pétursson (fæddur 1959) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Fyrsta sýning hans var haldin árið 1980 í Galleríi Suðurgötu 7, sem var rekið af listafólki og varð miðstöð framúrstefnulistar á Íslandi. Síðan hefur hann tekið þátt í yfir 140 samsýningum og einkasýningum um allan heim, þar á meðal á Feneyjatvíæringnum árið 2001 þar sem hann var fulltrúi Íslands. Frá upphafi hefur hann sameinað hljóð og myndræna tjáningu í innsetningum sínum, og hann hefur fært list sína yfir á svið tónlistar og gjörningalistar. Finnbogi nýtir tækni á frumlegan hátt í verkum sínum, meðal annars með því að umbreyta hljóðbylgjum í ljós sem varpað er á bylgjandi vatnsflöt, og með því að skapa hreyfiskúlptúra sem framleiða hljóð. Verk hans má finna í mörgum einka- og opinberum söfnum, þar á meðal: Malmö-listasafninu í Svíþjóð, TBA21-Thyssen-Bornemisza Art Contemporary Augarten í Austurríki, safni Michaels Krichman og Carmen Cuenca í Bandaríkjunum, og í Listasafni Íslands.
Listasafn Árnesinga þakkar SASS Uppbyggingarsjóði Suðurlands fyrir stuðninginn.
-------
13th September – 23rd December 2025
Vibrations of the Depths
Life what is it but a dream
Lewis Carroll
The mirror, an object present in virtually every home today, was once considered a doorway to another world, concealing countless secrets. Numerous superstitions and rituals were associated with it. One of these, still alive and practiced in many cultures and religions, is the covering of mirrors as part of funeral or mourning traditions. Just as the eyes of the deceased are closed after death to prevent the soul from returning to the body through them, mirrors are covered in the belief that a misguided soul might become trapped in this artificial, alternative world or be drawn into the world of evil forces. Covering a mirror also protects mourners from seeing the deceased’s reflection, which is believed to portend misfortune or another death. Both European spiritualists and African shamans viewed mirrors as portals to the spirit world. What might happen the next time we look deeply and intently into a mirror?
At the exhibition Quake at the LÁ Art Museum in Hveragerði, the Icelandic artist Finnbogi Pétursson allows himself to lift the veil of this mystery, inviting us into the world he has created, an intimate journey into the mirror and at the same time into ourselves. In his artistic oeuvre, Finnbogi has long been fascinated by the physicality of phenomena, creating immersive installations in which he speaks, through the language of art, about the extraordinary world of light, sound, and energy properties that fundamentally belong to the quantitative sciences. In Hveragerði, he also employs his own unique means of expression, but this time, the scientific and artistic dimensions of the works seem to serve merely as a background to their spiritual dimension.
The exhibition consists of two installations that can be read (or rather experienced) separately, but which, in this context, are closely related. The first one is created by the previously mentioned mirror, but the artist has created a specific physical environment around this object, a kind of experimental composition of electromagnetic waves, the subtle energy vibrations of which we are generally unaware, yet which enable our seeing of the world around us. Sound and light are playing together, but for the “melody” to emerge, our presence is essential —especially lenses of our eyes and the mirror’s surface.
The second installation in the exhibition space is built around a red urn, which likely still contains the ashes of a deceased person. It is bounded not only figuratively but also physically, to a tomb several hundred kilometers away from Hveragerði, located in the northern part of Iceland, in the valley of Svarfaðardalur near Dalvík. Finnbogi connected the two sites by installing a seismographic system that captures the slightest vibrations occurring beneath the tombstone in Svarfaðardalur, a recording of which can be read in the exhibition space at Hveragerði. Although both the tombstone and the urn containing the supposed ashes commemorate the deceased, serving as a testament to his death and passage into a state of eternal stillness and nonexistence, both of these man-made objects are filled with life – nature and its pulsating matter constantly beat out their own rhythm, a recording of which unfolds before our eyes. The seismograph becomes a tool in the artist’s hand, a tribute to life.
The message of the work, in which the artist, through the use of seismic energy, juxtaposes the life-giving and vibrating earth with the ashes of a deceased person who, born from the dust of the earth, returned to dust, is universal, but in this case, certain circumstances give the work additional layers of meaning, making it very site-and-personal-specific. Primarily, because of the figure who is the protagonist of this installation. The ashes that may be contained in the urn are not accidental. They belong to the famous Icelandic seismologist, late Ragnar Stefánsson, who led the development of monitoring systems and research aimed at providing advance warnings of earthquakes and volcanic eruptions. Also, the site where we currently can read the record of seismic waves spreading in a place several hundred kilometers away, is very special because of its exceptional dynamism, geothermal and seismic activity – you can experience the living presence of the primal forces of nature right here. Moreover, Hveragerði bears a particular significance to Finnbogi. The connection with this place was established already in his childhood – according to artist’s memories it was a stopover during a trip with his parents to the east of Iceland. Even then, his imagination was stimulated by the nearby geyser and boiling natural springs, as well as information about the unfortunate accidents that regularly occurred there. The fascination with this area remained alive in the artist’s adult life.
When Finnbogi received the invitation to prepare a solo show at the LÁ Art Museum in Hveragerði, he intended to collaborate on it with Ragnar, in private life Finnbogi’s father-in-law. He decided to create a work using seismographs that would be inspired by the geophysical activity of the region as well as Ragnar’s own invented devices. Unfortunately, Ragnar died in July last year. The exhibition in Hveragerði and the work specially prepared for it by Finnbogi could therefore be read also as a kind of tribute to Ragnar and his special love for Iceland and its seismic uniqueness.
The two installations presented at Hveragerði are interconnected on many levels. Primarily through the use of their key building blocks – invisible waves of light, sound, and energy, including seismic ones, permeating the entire exhibition space. Finnbogi exploited their presence and properties to create entirely new sound and visual effects, allowing the audience to see what is normally inaccessible to the human sense of sight, which operates only within its specific range of visible radiation. The artist simultaneously imbued both works with a thanatological dimension. In the urn installation, Finnbogi evokes death directly, but what we see in the mirror is, in a sense, also an exploration of dying – as a result of the mutual “cancellation” of light and sound waves on the mirror’s surface, we see a reflection of reality in a very low radiation range, just slightly above zero, that is, close to the point where life disappears – death arrives.
In this extraordinary way, Finnbogi fits into the history of using mirrors as elements of art—both for visual effects and symbolically, exploring issues such as identity, perception or the ephemeral nature of reality. It is a tradition dating back thousands of years of human culture—the ancient Egyptians, for example, made the connection between mirrors and the essential nature of things, believing that mirrors represent the solar disk, a source of light containing the essence of life . Mirrors and the use of mirror reflections also appear in the works of many contemporary artists, such as Bruce Nauman, Michelangelo Pistoletto, Yayoi Kusama, Rebecca Horn and Cindy Sherman, to name just a few of the art world’s biggest stars. However, the use of mirrors in Finnbogi’s work is entirely different from most contemporary works; the artist’s installation has a more spiritual and intimate dimension. It evokes associations with the paintings of the Old Masters, who used mirrors to reveal important truths to the world. As in Lukas Furtenagel’s 1529 painting, “The Painter Hans Burgkmair and His Wife Anna” – the couple gazes at us from the painting, their faces reflected in the mirror which Anna holds. However, we see not their faces reflected there, but skulls—the work takes on a vanitas form, advising us to remember the death that awaits everywhere.
However, to avoid ending on such a pessimistic note, let us recall the words quoted at the beginning of this text by Lewis Carroll, a 19th-century English writer who, as an artist, mathematician, and photographer, was deeply fascinated by mirrors and, in his „Alice Through the Looking-Glass” story, told readers what could be discovered on their other side. And there, you can find the world of dreams and imagination. We invite you to enter it.
Paulina Brzuskiewicz-Kuhn
Finnbogi Pétursson (born 1959) studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and at the Jan Van Eyck Akademie in the Netherlands. His first exhibition was held in 1980 at the Sudurgata 7 Gallery, an artist-run gallery that was a centre for avant-garde art in Iceland. Since then, he has participated in over 140 group and solo exhibitions worldwide, including the Venice Biennale in 2001, where he represented Iceland. From the beginning, he has mixed sound with visuals in his installations and has expanded his works into the realm of music and even performance art. He uses technology in quite inventive ways in his artworks, transforming, for example, sound waves into light that is projected onto the rippling surface of water, or creating kinetic sculptures that produce sound. Finnbogi’s works are in numerous private and public collections, including: the Malmö Konstmuseum (Sweden), TBA21-Thyssen-Bornemisza Art Contemporary Augarten (Austria), the Michael Krichman and Carmen Cuenca collection (USA) and the National Gallery of Iceland.
Wystawa Finnbogiego Péturssona w Muzeum Sztuki LÁ w Hveragerði będzie wyjątkowa z kilku względów. Będzie to pierwszy indywidualny pokaz tego współczesnego artysty w miejscu, które ma dla niego szczególne znaczenie. Wspomnienia związane z tym regionem sięgają dzieciństwa – jako chłopiec zatrzymywał się tu podczas podróży z rodzicami na wschód Islandii. Już wtedy jego wyobraźnię pobudzały pobliski gejzer i gorące źródła termalne, a także opowieści o nieszczęśliwych wypadkach, które regularnie miały tu miejsce. Fascynacja tym rejonem, jego wyjątkowa dynamika, aktywność geotermalna i sejsmiczna, żywa obecność pierwotnych sił natury były częstym tematem rozmów artysty ze słynnym sejsmologiem Ragnarem Stefánssonem – prywatnie teściem Finnbogiego – który rozwijał system monitoringu i badań mających na celu wczesne ostrzeganie przed trzęsieniami ziemi i erupcjami wulkanicznymi. Finnbogi zamierzał współpracować z Ragnarem przy wystawie w Hveragerði, aby stworzyć dzieło oparte na sejsmografach, inspirowane aktywnością geofizyczną regionu oraz urządzeniami własnego pomysłu Ragnara. Niestety, sejsmolog zmarł w lipcu ubiegłego roku. Wystawa w Hveragerði i specjalnie przygotowane na tę okazję dzieła będą więc pewnego rodzaju hołdem dla Ragnara i jego szczególnej miłości do Islandii oraz jej sejsmicznej wyjątkowości.
Finnbogi Pétursson (ur. 1959) studiował w Islandzkiej Wyższej Szkole Sztuk Pięknych oraz w Akademii Jana van Eycka w Holandii. Jego pierwsza wystawa odbyła się w 1980 roku w Galerii Sudurgata 7 – prowadzonej przez artystów i będącej centrum sztuki awangardowej w Islandii. Od tego czasu brał udział w ponad 140 wystawach indywidualnych i zbiorowych na całym świecie, w tym w Biennale w Wenecji w 2001 roku, gdzie reprezentował Islandię. Od początku swojej twórczości łączył dźwięk z obrazem w instalacjach artystycznych, rozwijając swoją sztukę również w kierunku muzyki i performance’u. W swoich pracach w ciekawy sposób wykorzystuje technologię, przekształcając na przykład fale dźwiękowe w światło, które rzuca na falującą powierzchnię wody, lub tworząc rzeźby kinetyczne generujące dźwięk. Prace Finnbogiego znajdują się w licznych kolekcjach prywatnych i publicznych, m.in. w Malmö Konstmuseum (Szwecja), TBA21–Thyssen-Bornemisza Art Contemporary Augarten (Austria), kolekcji Michaela Krichmana i Carmen Cuenca (USA) oraz w Narodowej Galerii Islandii.
LÁ Art Museum thanks South Iceland Development fund for their support.
You may also like the following events from Listasafn Árnesinga - LÁ Art Museum:
Also check out other
Arts events in Selfoss,
Exhibitions in Selfoss,
Fine Arts events in Selfoss.