Sæl verið þið öll. Við í kór Menntaskólans að Laugarvatni, samtals 119 meðlimir, ætlum að halda jólatónleika í Skálholtskirkju 21. og 22. nóvember 2025. Lögin sem kórinn ætlar að syngja verða bæði hátíðleg, fjölbreytt, og skemmtileg! Nýr kórstjóri, Stefán Þorleifsson, stýrir kórnum á sínum fyrstu tónleikum.
Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun fyrir ferð hópsins til Stokkhólms í apríl 2026. Í ferðinni ætlum við að syngja með öðrum kórum og kynna Stokkhólmsbúa fyrir Suðurlandi með lagahöfundum af svæðinu. Stefnt verður á að halda brottfarartónleika fyrir páska svo endilega fylgist með því þegar þar að kemur.
Dagsetning tónleika:
Föstudagur 21. nóvember kl. 20:00
Laugardagur 22. nóvember kl. 14:00
Miðaverð: 4000 kr.
Frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Miðasala fer fram í gegnum meðlimi kórsins með millifærslu beint á ykkar aðstandanda.
Ef þið eigið ekki aðstandanda í kórnum getið þið pantað miða í tölvupósti hjá Emil Rafn
ZXJrICEgMDcgfCBtbCAhIGlz eða Þórey Kristínu
dGtyICEgMDcgfCBtbCAhIGlz
Í tölvupósti þarf að koma fram dags- og tímasetning tónleika og hversu marga miða er verið að kaupa.
Ný Facebook-síða kórsins finnið þið hér:
https://www.facebook.com/share/17WYbb5PHK/?mibextid=wwXIfr Endilega fylgist með verkefnum okkar!
Við vonumst til að sjá ykkur öll í Skálholtskirkju!
https://www.facebook.com/share/1GRkBdDxvm/?mibextid=wwXIfr
Veitingastaðurinn Hvönn í Skálholti mun bjóða tónleikagestum upp á sérstakt tilboð á hamborgara og gosi/bjór fyrir þau sem hafa aldur til.
Tilboð á hamborgara og gosi kostar 4.290 kr.