ISSI sló í gegn með Keyra og gaf út plötuna 21 árið 2024..
BigJoe festi sig í sessi með Áhrif og plötunni Pörupiltur.
ISSI sprengdi sig inn á íslensku rappsenuna árið 2021 með smellinum Keyra og hefur síðan orðið einn af mest spennandi listamönnum landsins. Hann hefur gefið út vinsæl lög á borð við Svart Hár og slagarann Vakta svæðið með Gísla Pálma og Yung Nigo Drippin.Árið 2024 kom út fyrsta platan hans, 21, sem staðfesti að ISSI er með ferska og kraftmikla rödd í íslensku tónlistarlífi.
BigJoe kom sterkur inn á íslensku rappsenuna með laginu Áhrif og hefur síðan gefið út þrjá smelli, þar á meðal CHATTIÐ LIT með Lil Binna, og plötuna Pörupiltur. Hann var fljótur að festa sig í sessi sem einn af mest spennandi nýju röppurum landsins.
Nú sameinast þeir á sviði á Miðbar, kvöld sem enginn má missa af TAKK!