Árið 2025 er vitundarvakning sem Kvenfélagasamband Íslands hvetur kvenfélög landsins til að taka þátt í og er hún tileinkuð einmannaleika í samfélögum um land allt.
Vikuna 3.-10. október er sérstök vika tileinkuð þessu efni. Af þessu tilefni býður Kvenfélag Hrunamannahrepps til fræðandi fyrirlesturs um einmanaleika og leiðir til að vinna gegn honum.
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á sviði einsemdar, mun halda fyrirlestur sem ber heitið „Einmanaleiki og leiðir úr einsemd“.
Fyrirlesturinn verður í Bistró Flúðasveppa föstudaginn 3. október kl. 18:00
Boðið verður upp á ljúffengt súpuhlaðborð að hætti Bistrósins. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum, óháð kyni.
Við hvetjum alla til að mæta, taka þátt í umræðunni og kynna sér hvernig við getum, sem samfélag, unnið saman gegn einmanaleika.
Nauðsynlegt er að staðfesta, smella á Going á viðburðinn ,,Einmannaleiki‘‘ til að við áttum okkur á fjöldanum.
Einnig er hægt að hafa samband á netfanginu
a3ZocmhyIHwgZ21haWwgISBjb20=
Viðburðinn heldur Kvenfélag Hrunamannahrepps, með stuðning frá Hrunamannahreppi og Heilsueflandi samfélagi.