Vínsmökkun á sérvöldum spænskum vínum á Grand-inn á Sauðárkróki!
Það er tilvalið að gera sér glaðan dag í skammdeginu og bregða sér til Spánar!
Með bragðlaukunum, það er að segja.
Í vínsmökkuninni verður bragðað á Spáni í gegnum sex fjölbreytt vín frá mismunandi svæðum. Öll vínin eru frá litlum handverksframleiðendum sem leggja mikinn metnað í bæði ræktun og framleiðslu. Vín þeirra eru að mestu ófáanleg utan Spánar og einn framleiðandinn selur vín sín til að mynda örsjaldan öðrum birgjum en vottuðum Michelin-veitingastöðunum.
Vínin eru sex talsins, eitt freyðivín, tvö hvítvín og þrjú rauðvín sem eru ekki bara mjög bragðgóð heldur líka skemmtileg að bera saman. Í smakkinu verður m.a. boðið upp á tvö rauðvín úr sömu þrúgu, frá sama framleiðanda frá sama svæði sem eru gjörólík á bragðið!
Skagfirðingurinn Sóley Björk leiðir smökkunina, hún er vínfræðingur sem býr og starfar í Barselóna segir frá vínunum, framleiðslunni, svæðunum og fer yfir hvaða mat þau fara vel með og svara öllum þeim spurningum sem gestum dettur í hug að spyrja um vín og vínframleiðslu.
Smökkunin kostar 8.300 krónur, til að bóka sæti þarf að senda póst á c29sZXkgfCBiYXJzZWxvbmEgISBpcw== með nafni og fjölda.
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No
Undo
Interested
Ticket Info
To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.
Nearby Hotels
Grand-Inn Bar and Bed, Aðalgata 19,Sauðárkrókur, Iceland, Saudarkrokur