Laugardaginn 22. nóvember höldum við árlegan jóla, bænda og handverksmarkað í Hlöðunni á Stórhól og Rúnalist Gallerí. Fjölbreytt vöruúrval beint frá býli og smáframleiðendum á Norðurlandi og víðar. Það verða geitaostar, ostar, pylsur, sultur, chutney, grafið, reykt, geitakjöt, lambakjöt, nautakjöt, kæfa, ærgæti, skinn, skart, bækur, kerti og spil, húfur, vettlingar, sokkar, eldiviður, jólagreinar, gjafakörfur og margt margt fleira.
Við munum bjóða uppá jólate, jólaglögg, piparkökur og grillaða sykurpúða fyrir gesti.
HVAR: Á Stórhól í gamla Lýtingsstaðahreppi
HVENÆR: Laugardaginn 22. nóvember kl 13-17
ÞÁTTTAKENDUR:
Birkihlíð Kjötvinnsla
Breiðagerði Garðyrkjustöð
Drekagull
Geitagott
Háafell geitfjársetur
Hvammshlíð
Hraun á Skaga
Korg Kaffibrennsla
Ljósmyndameistarinn
Sveifla
Sölvanes
Silfrastaðaskógur
10. bekkur Varmahlíðarskóla