Molduxi Trail, 8 August | Event in Saudarkrokur | AllEvents

Molduxi Trail

Molduxi Trail

Highlights

Fri, 08 Aug, 2025 at 05:00 pm

Sauðárkrókur

Advertisement

Date & Location

Fri, 08 Aug, 2025 at 05:00 pm (GMT)

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur, Iceland, Saudarkrokur

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Molduxi Trail
Núna er komið að spennandi utanvegahlaupi í fallegu umhverfi Skagafjarðar! Þetta er einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar, hreyfa sig og eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.

Um er að ræða tvær flottar og fjölbreyttar hlaupaleiðir, 12 og 20 km, sem báðar enda svo í grillveislu og fjöri, föstudaginn 8. ágúst. Við hvetjum sérstaklega gesti Króksmótsins til að skrá sig!

Styttri leiðin:
Fyrsti kafli hlaupsins verður meðfram Sauðánni í gegnum Litla Skóg, en hann er eitt af kennileitum Sauðárkróks. Þegar hlaupið er upp úr skóginum liggur leiðin upp og áleiðis í átt að fjallinu Molduxa. Sú leið býður upp á gullfallega náttúru. Stórfenglegt útsýni í skóglendi og melum og allt þar á milli. Á leiðinni blasir við allur fjörðurinn og þar með eyjarnar Drangey og Málmey. Þegar hæsta punkti er náð, við rætur Molduxa (550m) er drykkjarstöð. Eftir hana liggur leiðin niður á við og farnar eru svokallaðar Kimbastaðagötur. Þær liggja í gegnum lyng, móa og mela og bjóða upp á fyrrnefnda eyjasýn ásamt útsýni yfir Héraðsvötnin og fallegar sveitir Skagafjarðar. Hlaupið endar loks aftur í Litla Skógi þar sem endamarkið liggur við upphaf skógarins.

Lengri leiðin:
Fyrsti kafli hlaupsins verður meðfram Sauðánni í gegnum Litla Skóg, en hann er eitt af kennileitum Sauðárkróks. Þegar hlaupið er upp úr skóginum liggur leiðin upp og áleiðis í átt að fjallinu Molduxa. Sú leið býður upp á gullfallega náttúru. Stórfenglegt útsýni í skóglendi og melum og allt þar á milli. Á leiðinni blasir við allur fjörðurinn og þar með eyjarnar Drangey og Málmey.
Þegar komið er að Molduxa er hlaupið til hægri (norður) og nánast alveg hringinn í kringum hann, þar til komið er að gönguleið upp á Molduxa. Farið er upp að hæsta punkti (750m) þar sem ber að líta stórfenglegt útsýni í allar áttir. Leiðin liggur svo niður aftur og er fylgt slóða að drykkjarstöð. Eftir hana liggur leiðin niður svokallaðar Kimbastaðagötur í gegnum lyng, móa og mela og blasir við fyrrnefnd eyjasýn, ásamt útsýni yfir Héraðsvötnin og fallegar sveitir Skagafjarðar. Síðustu fjórir kílómetrarnir eru svo teknir í Skógarhlíðinni sem er skógi vaxin leið með fjörlegu fuglalífi og endar leiðin svo aftur ofan í Litla Skógi þar sem endamarkið liggur við upphaf skógarins.

Þar sem að um ræðir fyrsta hlaup hjá Molduxi Trail þá verður sérstakt kynningarverð í ár: litlar 5.000 kr!

Skráning hér: https://netskraning.is/molduxitrail/ - Hlökkum rosalega til að sjá ykkur sem flest!


*ATH - Mikilvægt er að hafa í huga að hlaupaleiðin liggur um fjölbreytt og misjafnt undirlag. Þátttaka er á eigin ábyrgð og framkvæmdaaðilar bera ekki ábyrgð á meiðslum eða tjóni sem kann að verða á meðan á hlaupinu stendur. Með því að skrá sig og sækja rásnúmer staðfestir þátttakandi að hann/hún hafi kynnt sér, skilið og samþykkt þessa skilmála.


Also check out other Trips & Adventurous Activities in Saudarkrokur.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

Tickets for Molduxi Trail can be booked here.

Advertisement

Nearby Hotels

Sauðárkrókur, Sauðárkrókur, Iceland, Saudarkrokur
Reserve your spot

Host Details

Molduxi Trail

Molduxi Trail

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Molduxi Trail, 8 August | Event in Saudarkrokur | AllEvents
Molduxi Trail
Fri, 08 Aug, 2025 at 05:00 pm