Íris Jana á Leirá býður upp á handverksviðburð. Gestum er boðið að kaupa handgerða bolla og skreyta þá. Bollarnir eru renndir af Írisi. Komdu og leyfðu listinni að skína!
Íris Jana er einnig að selja handgerða muni úr keramík sem margir eru gerðir með leir úr Leirá.
Þessi viðburður hentar ungum sem öldnum sem vilja prófa að mála sína eigin bolla úr keramík.
Ferlið er svona: þú mætir og kaupir bolla, og færð með honum leirliti og öll nauðsynleg áhöld. Íris leiðbeinir þér um bestu vinnubrögð og síðan er það bara að njóta 🌼
Íris sér síðan um lokafrágang og brennslu á hlutnum, og mun hafa samband með afhendingu á tilbúnum bolla.
Hver bolli kostar 5.900 kr og takmarkað magn er í boði.
Það verður heitt á könnunni og aldrei að vita hvort það verði sykurpúðar sem hægt er að grilla á notalegum varðeldi.
Viðburðurinn er staðsettur á hlaðinu á Leirá, í litlu gömlu skemmunni austan megin við Leirárkirkju.
Kíktu í sveitaferð og njóttu með okkur!