Kerfi - Gunnhildur Þórðardóttir - Opnun 4. desember, 4 December | Event in Reykjavík | AllEvents

Kerfi - Gunnhildur Þórðardóttir - Opnun 4. desember

Gallerí Göng

Highlights

Thu, 04 Dec, 2025 at 05:00 pm

2 hours

Gallerí Göng, Háteigskirkja

Advertisement

Date & Location

Thu, 04 Dec, 2025 at 05:00 pm to 07:00 pm (GMT)

Gallerí Göng, Háteigskirkja

Háteigskirkja, Langahlíð, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Kerfi - Gunnhildur Þórðardóttir - Opnun 4. desember
Sýningin Kerfi með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð í Gallerí Göngum fimmtudag 4. desember nk. Kl. 17 en sýningin var áður til sýnis í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í ágúst og september á þessu ári. Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari og hefur verið virkur myndlistarmaður í 20 ár en að þessu tilefni er hún einnig að gefa út sjöundu ljóðabók sína, Vetrarmyrkur. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Öll verkin á sýningunni Kerfi eru gerð úr endurunnum listaverkum á striga en einnig verða ný grafíkverk sem eru eins konar tilraunir með form. Listin er alþjóðlegt hreyfiafl og þannig vill listamaðurinn túlka heiminn í gegnum verk sem hreyfa við áhorfandanum með jafnvægi lita og forma eða meta fegurðina og einfaldleikann í að endurnota/uppvinna efni (skapandi endurvinnsla).
Meðan á opnunni stendur mun listamaðurinn lesa upp nýju ljóðabók sinni Vetrarmyrkur, lifandi tónlist, léttar veitingar og allir velkomnir.
Nánar um listamanninn:
Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari eins og áður sagði. Hún lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiplóma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið margar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Svavarssafni, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain. Hún er stofnandi listahátíðarinnar Skáldasuðs og Myndlistarskóla Reykjaness. Hún fékk ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019 og hefur tekið þátt í fjölda upplestra. Sýningin stendur í 6 vikur eða til 20. september og verður opin á opnunartíma Jónshúss þriðjudaga - föstudaga 11-17 og laugardaga og sunnudaga 10-16.
Allar nánari upplýsingar veita og Gunnhildur Þórðadóttir á Z3VubmhpbGR1cnRob3JkYXIgfCBnbWFpbCAhIGNvbQ== s.8983419 og Jóhanna V Þórhallsd. sem hefur listrænn umsjónarmaður í Gallerí Göngum.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Gallerí Göng, Háteigskirkja, Háteigskirkja, Langahlíð, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Gallerí Göng

Gallerí Göng

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Kerfi - Gunnhildur Þórðardóttir - Opnun 4. desember, 4 December | Event in Reykjavík | AllEvents
Kerfi - Gunnhildur Þórðardóttir - Opnun 4. desember
Thu, 04 Dec, 2025 at 05:00 pm