Málþing um leikritaþýðingar á íslensku
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands efna til málþings um leikritaþýðingar á íslensku.
Haldið í fyrirlestrasal Eddu mánudaginn 1. desember kl. 13:00-17:00.
Erlend leikverk hafa mótað íslenskt leikhús og leikbókmenntir frá upphafi leiklistar í landinu. Danskir og franskir gamanleikir voru leiknir á dönsku af reykvískum skólapiltum á fyrri hluta nítjándu aldar en fljótlega var farið að snúa þeim á íslensku, stundum úr millimáli. Leikritaþýðingar skipa því sérstakan sess innan leiklistarsögunnar og er málþinginu ætlað að vekja athygli á vægi þeirra fyrir íslenskt leikhúslíf og hinni sértæku glímu þýðenda og leikara við leiktextann. Í erindum og umræðum verður sjónum beint að ólíkum hliðum þessarar áhugaverðu sögu og staldrað við nokkur kennileiti og helstu áskoranir.
Gauti Kristmannsson kynnir og stýrir umræðum
Dagskrá:
Ingibjörg Þórisdóttir – Frá skrifuðu orði til lifandi flutnings: um hlutverk þýðandans
Hjörtur Jónsson leikari – Tungumál leikarans
Guðrún Kristinsdóttir – Um þýðingu ljóðleikja
Tinna Gunnlaugsdóttir – „Lagað að háttum vorum og siðum“
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir – Þýtt upp á nýtt: mikilvægi nýrra leikritaþýðinga
Rebekka Þráinsdóttir – Náttúran og sálin: þrjár þýðingar á Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov
Kaffihlé
Irma Erlingsdóttir – Franska framúrstefnan á íslensku
Ástráður Eysteinsson – Um þýðingar á verkum Becketts
Ásdís R. Magnúsdóttir – Flær á skinni
Egill Arnarson spjallar við Trausta Ólafsson um verk Antonins Artauds: Leikhúsið og tvívera þess
Trausti Ólafsson spjallar við Kolfinnu Nikulásdóttur um Artaud og Hamlet.
Sérhefti Milli mála 2026 verður helgað leikritaþýðingum á íslensku. Ritstjórar þess eru Guðrún Kristinsdóttir og Ásdís Rósa Magnúsdóttir.