Hér er á ferðinni glæný og sjóðheit grúppa að hefja innreið sína í djasssenu Reykjavíkur. Þetta verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar sem hefur verið að æfa stíft síðustu mánuði. Meðlimirnir hafa þó allir spilað saman ótalmörgum sinnum í ólíkum samsetningum í gegnum tíðina.
Spiluð verður frumsamin músík eftir meðlimi, framsækinn nútímadjass í frjálsari kantinum, þar á meðal efni af fyrstu plötu Hannesar, Frífólk, sem kom út 2024.