Vertu hjartanlega velkomin í nærandi og fría samveru alla þriðjudaga, kl. 12:00–13:00.
Þetta er yndislegur tími og hefur ótrúlega falleg orka myndast í tímanum okkar 🩵💚🩵
Þetta er stund þar sem við tengjumst líkamanum okkar, önduninni og hjartanu 💚
Í gegnum lífið söfnum við í okkur spennu, tilfinningar og reynslu sem getur myndað stíflur í líkamanum spenna sem situr í vöðvum, hjarta, maga, hálsi og orkusviðinu okkar.
Í þessum tíma gefum við líkamanum leyfi til að sleppa, mýkjast og opna fyrir flæðið.
Öndunin hjálpar okkur að tengjast dýpra inn á við
Með því að hlusta, anda og vera, byrjar orkuflæðið að hreinsast hægt og rólega.
Við notum djúpa öndun, hugleiðslu og tengingu við orkustöðvarnar. Ég geng á milli með tónskál og hjálpa við að hreyfa við orkunni.
Öndunin hefur verið okkar leið til að setjast inn í líkamann, kynnast sjálfri mér á dýpri hátt og njóta þess að vera hér og nú 💚
Þetta er öruggur og kærleiksríkur staður. Þú þarft enga reynslu þú mætir bara eins og þú ert.
Þetta er gjöf frá okkur til þín.
Hlökkum til að sjá þig,
Ingunn & Maggý 💚🩵🍀