Kynning á vetrarstarfi Hjólreiðadeildar Breiðabliks
Viltu hjóla inni í vetur í frábærri aðstöðu eða hefur þú áhuga á náttúruhjóli? Kynningarfundur á vetrarstarfi Hjólreiðadeildar Breiðabliks verður miðvikudaginn 27. ágúst kl. 19:30 á 2. hæð í Smáranum.
Á fundinum munum við kynna starf deildarinnar í vetur, þjálfunaráherslur og þær leiðir sem verða í boði fyrir fólk sem vill æfa hjólreiðar, hvort sem það er til þátttöku í keppnum eða til að njóta hjólreiða í skemmtilegum hópi.
Dagskrá
1. Uppbygging æfingatímabilsins
2. Kynning á þjálfurum
3. Tímatafla vetrarins
4. Verð og pakkar í boði
5. Spurningar og spjall
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No
Undo
Interested
Ticket Info
To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.