🎉 Árgangur 1975 á Ljósanótt 🎉
Fögnum 50 árum saman með stæl, stuði og stemningu!
Árgangur 1975 ætlar heldur betur að láta til sín taka á Ljósanótt í ár! Fulltrúar árgangsins frá öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum hafa fundað af krafti og nú er komið að því að slá í gegn saman! 💃🕺
📅 Föstudagur 5. september – Sameiginlegt skemmtikvöld
Staður: Félagsheimili Karlakórs Keflavíkur (KK-salurinn), Vesturbraut 17–19
Dagskrá:
18:00 Fordrykkur í góðum félagsskap
19:00 Hamborgarar og meðlæti frá Grillvagninum – Valdís býður upp á ís í eftirrétt
20:00 Skemmtidagskrá og DJ Stjáni heldur uppi fjörinu til miðnættis
24:00 Við höldum gleðinni áfram á Hafnargötunni – eins og í denn! 😉
🥂 Athugið: Fyrir utan fordrykk, má hver og einn koma með sínar eigin veigar.
📌 Takmarkað sætaframboð – 100 sæti! Greiðsla tryggir skráningu sæti!
💰 Verð: 8.500 kr. á mann📥 Greiðsla á reikning: 511-26-48842 – kt: 290175-3809
Staðfesting sendist á:
aW5nYSB8IGlkYW4gISBpcw== og fullu nafni.
🍳 Laugardagur 6. september – Brunch og samvera
Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut
Fullkomið tækifæri til að ná andanum eftir föstudagsfjörið og spjalla við gamla félaga.
🕘 Nánar auglýst síðar! Brunch-inn er greiddur á staðnum.
👕 Árgangaganga og sérhannaðir bolir
Við mætum glæsileg í árgangagönguna í appelsínugulum, sérmerktum stuttermabolum!
Verð á bol: 2.600 kr.
📌 Pantanir á bolum og greiðslur þurfa að berast fyrir 25. ágúst!
Greiðsla á sama reikning:
511-26-48842 – kt: 290175-3809
Staðfesting + stærð sendist á:
aW5nYSB8IGlkYW4gISBpcw==
🚶Árgangagangan á Ljósanótt
Að sjálfsögðu tökum við þátt í hinni sívinsælu Árgangagöngu – með bros á vör og bol á bringu látum við sjá okkur og gleðjum bæinn
🔔 ATH! Viðburðurinn er eingöngu fyrir þau sem eru fædd árið 1975.