NÝTT TILRAUNAVERKEFNI Í NÝSKÖPUNARSETRINU VIÐ LÆKINN!
Lærðu að nota skissubókina þína sem skapandi leiksvæði, stað fyrir tilraunir, villtar hugmyndir og uppgötvanir.
Við munum við leiða nemendur í gegnum skemmtilegar æfingar þar sem unnið verður með mismunandi miðla og skoðaðar margskonar leiðir í skapandi hugsun til þess að gera skissubókina að öruggu rými til að gera tilraunir og leika sér.
📅 Dagsetningar: 25. september – 5. eða 12. desember 2025
🕓 Tími: Fimmtudagar kl. 16:00–18:00
👧Verð: 18.000 kr fyrir 10 vikur
👦 Fyrir börn á aldrinum 9–12 ára
🖌️ Skissubækur og efni eru innifalin
📌 Takmarkað pláss – skráning nauðsynleg!
👨🏫 Kennarar:
Fannar Már Skarphéðinsson & Linn Janssen – teiknarar
🎯 Þetta námskeið hentar öllum skapandi krökkum sem vilja dýpka tengslin við eigin hugmyndaflug og læra að sjá skissubókina sem frjálsan vettvang fyrir list, tilraunir og leik.
📬 Skráning & upplýsingar:
bnlza29wdW5hcnNldHVyIHwgaGFmbmFyZmpvcmR1ciAhIGlz
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst