Við kynnum fullar tilhlökkunar fyrsta viðburð haustsins!
Byrjum þetta á aðalfundi FKA Austurlands - 16:30-17
Dagskráin:
- Kosning fundarstjóra & fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári
- Ársreikningur félagsins fyrir liðið kynntur og borinn upp til samþykktar
- Lýsing á kjöri & kosning
- Dagsskrá haustsins kynnt
- Önnur mál
Hvetjum allar félagskonur FKA til að mæta en í ár verður kosið um tvö stjórnarsæti ef framboð berast.
Að aðalfundi loknum bjóða Fjarðabyggð og Múlaþing meðlimum í vísindaferð á skrifstofu Fjarðarbyggðar kl 17-19.
Sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári og því kjörið að kynna FKA konum hvaða störf kjörinna fulltrúa fela í sér og tækifærin sem þar leynast.
Boðið verður uppá léttar veitingar.
Skráning fer fram á viðburðinum hér, "going" þýðir að þið ætlið að mæta :D
Hlökkum til að sjá ykkur vonandi sem flestar!
Sameinumst endilega í bíla af héraði, nánar um það síðar!