Evrópskur herragarður í íslenskri sveit
– málþing um Gunnarshús á Skriðuklaustri
Sunnudaginn 28. september kl. 14 verður haldið málþing á Skriðuklaustri í tilefni Menningarminjadaga Evrópu og 50 ára frá Evrópska húsverndarárinu 1975.
Á málþinginu verður fjallað um Gunnarshús sem var byggt árið 1939 og friðlýst að ytra byrði árið 2008.
Dagskrá:
• Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri húsverndar hjá Minjastofnun, fjallar um húsið, arkitekt þess og byggingarsögulegt gildi.
• Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, segir frá aðdraganda, byggingarframkvæmdum og seinni tíma sögusögnum.
• Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir, staðarhaldari á Skriðuklaustri, sýnir myndir af húsinu frá ýmsum tímum og byggingu þess.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir en einnig verður streymt frá málþinginu á Youtube-rás Skriðuklausturs. Sjá https://www.youtube.com/live/OZiszepa1VI?si=oSpGXxx-uhn33OgA
Viðburðurinn fer fram á íslensku
Meðfylgjandi ljósmynd er tekin af Einari Ástráðssyni sumarið 1940 og er frá Ljósmyndasafni Norðfjarðar.