Þá höldum áfram með viðburðinn okkar Lesum og föndrum á Bókasafninu eftir sumarfrí. Á laugardaginn næsta, 27.september kl.13, ætlum við að hittast á bókasafninu og lesa saman bókina Etna og Enok ferðast um Ísland og spjalla saman í framhaldinu um hvað við gerðum skemmtilegt í sumar.
Fyrir sumarfrí fræddumst við um Völu víking og goðatrúnna, lásum bókina Kroppurinn er kraftaverk og fræddumst um líkamsvirðingu. Þá lásum við bókina Okkar dulda orka og fræddumst um mismunandi orku í náttúrunni. Í vor skoðuðum við bókina Ég er Jazz sem fjallar um fjölbreytileikann og hvernig við megum öll vera allskonar.
Næsta laugardag ætlum við að lesa bókina Etna og Enok ferðast um Ísland og kynnumst öllum skemmtilegu ævintýrunum sem þau skemmta sér í þegar þau ferðast hringinn í kring um Ísland. Að lestrinum loknum færum við okkur að föndurborðinu okkar og skreytum fallega myndaramma sem hýst geta fallegar minningar frá sumrinu.
Mismunandi þemu verða í hverri föndurstund í vetur, sem og mismunandi efniviður til föndurs. Okkur langar til að leggja áherslu á margskonar ævintýraheima sem fjalla um allskonar efni, t.d. fjölbreytileika, umhverfismál, líkamsvirðingu, arfleifð okkar Íslendinga og landið okkar. Þá fá börnin allskonar efnivið til föndurs og markmiðið verður að þau geti tekið með sér heim dásamleg listaverk sem þau geta nýtt í sínu daglega lífi þegar heim er komið.
Það kostar ekkert að taka þátt í föndurstundinni en okkur þætti vænt um ef foreldrar eða forráðamenn yngri barna tækju þátt í stundinni með börnum sínum.
Verkefnið er styrkt af SASS og Sóknaráætlun Suðurlands.
/
We are now continuing our event Reading and Crafting at the Library after the summer break. Next Saturday, September 27th at 1pm, we are going to meet at the library and read the book Etna and Enok travel around Iceland and then chat about what fun things we did this summer.
Before the summer break we learned about Vala the Viking and the myths, we read the book The Body is a Miracle and learned about body esteem. Then we read the book Our Hidden Energy and learned about different energies in nature. This spring we looked at the book I am Jazz which talks about diversity and how we can all be different.
Next Saturday we are going to read the book Etna and Enok travel around Iceland and get to know all the fun adventures they have as they travel around Iceland. After reading, we move to our craft table and decorate beautiful picture frames that can house beautiful memories from the summer.
Also check out other Music events in Egilsstadir, Entertainment events in Egilsstadir.