Franskir dagar 2025! | Event in Egilsstadir | AllEvents

Franskir dagar 2025!

Franskir Dagar á Fáskrúðsfirði

Highlights

Wed, 16 Jul, 2025 at 08:00 pm

Fáskrúðsfjörður - East Fjords Iceland

Advertisement

Date & Location

Wed, 16 Jul, 2025 at 08:00 pm - Sun, 20 Jul, 2025 at 03:00 pm (GMT)

Fáskrúðsfjörður - East Fjords Iceland

Hafnargata 9, 750 Fjarðabyggð, Ísland, Egilsstadir, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Franskir dagar 2025!
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði fara fram 16. - 20. júlí
Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar

Franskir dagar 2025 - Dagskrá

Miðvikudagur 16. júlí

17:00 Ganga í aðdraganda hátíðar
Mæting við bæinn Tungu þaðan sem gengið verður áleiðis inn Tungudal eftir gönguleið um Reindalsheiði. Falleg gönguleið og fallegir fossar að sjá. Göngufélag Suðurfjarða stendur fyrir göngunni.

20:30 Þjófstart Franskra daga í boði Gull léttöl
Birkir Snær og Daníel Geir hita upp með skemmtilegu Pub Quiz. Kvissið fer fram í Skrúð og opnar húsið kl. 20.00. Frítt inn og 18 ára aldurstakmark.

Fimmtudagur 17. júlí:

17:00 Tour de Fáskrúðsfjörður
Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn. Allir keppendur verða að vera með hjálm. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en allir keppendur fá þátttökuverðlaun. Spinning- og stöðvaþjálfun sér um keppnina.

19:30 Kenderíisganga og setning Franskra daga
Óvissuferð um bæinn og verður ýmislegt á boðstólnum. Mæting við skólann þar sem hátíðin verður sett.

21:00 PartýBingó Tony og Svens
Óhætt er að segja að þessir meistarar hafi slegið í gegn með bingóum sínum og verður gaman að fá þá á Franska daga. Við opnum húsið 21.00 og hefjum leik þegar fólk hefur skilað sér úr göngu. Flott verðlaun í boði og miklu stuði lofað. Spjaldið kostar 1.500 kr og tvö spjöld á 2.500 kr.

Föstudagur 18. júlí:

10:30 - 11.30 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson
Mæting við grunnskólann og hlaupið að minnisvarða um Berg við Búðaveg 36.

16:00 Dorgveiðikeppni
Keppnin fer fram á Bæjarbryggjunni neðan við Fram. Munið eftir björgunarvestum.

18:00 fótboltaleikur á Búðagrund
Það verður stórleikur þegar Leiknir/BN mætir Fálkum í utandeild KSÍ í fótbolta. Mætum, styðjum og sjáum alvöru tilþrif.

21:00 – 23:30 Brekkutónleikar Franskra daga við Búðagrund
Frábær kvöldstund sem endar á varðeldi og fjöldasöng. Fram koma:
VÆB
Sigga Ózk
Eddi og Kristel
Siggi Þorbergs með fjöldasöng
Kynnar verða þau bráðskemmtilegu Árni og Sylvía úr Bestu lögum barnanna í boði Loðnuvinnslunnar

23:30 Flugeldasýning
Björgunarsveitin Geisli skýtur upp glæsilegri flugeldasýningu eins og henni einni er lagið. Það er META sem býður upp á sýninguna í ár.

23:59 – 03:00 Skrúðsgleði
Siggi Þorbergs verður í hörku stuði með gítarinn.
18 ára aldurstakmark. Frítt inn í boði Loðnuvinnslunar.


Laugardagur 19. júlí

10:00 Helgistund í Frönsku kapellunni
Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann.

11:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum
Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Hvetjum fólk til að fjölmenna og þá sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn. Íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.

11:00 BMX-brós með hjólanámskeið í boði Landsbankans
Snillingarnir BMX-brós verða með námskeið fyrir hressa krakka. Allir þátttakendur verða að hafa hjálm og fer námskeiðið fram á Skólavegi framan við sundlaugina.

13:30 Búningahlaup Latabæjar
Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og eru þátttakendur hvattir til að mæta í skrautlegum klæðnaði. Mætt er við kirkjuna og hlaupið að hátíðarsvæði. Þátttakendur fá glaðning frá Eyjabita að hlaupi loknu.

14:00 Hátíð í bæ
Glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem fram fer á Skólavegi. Fram koma:
Íþróttaálfurinn í boði Sparisjóðs Austurlands
Sigga Ózk
BMX Brós í boði Kaldvíkur
Kynnar verða þau Árni og Sylvía úr Bestu lögum barnanna í boði Loðnuvinnslunnar
Einnig verður hið árlega happdrætti Franskra daga þar sem nóg er að vinna og veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið.
Að auki verður vöfflusala í Skrúð og afþreying fyrir yngstu kynslóðina við hátíðarsvæði.

16:00 Frá sjóslípuðum steinum Les Huttes til Íslandsstrandar
Áhugavert erindi um sögu Frakka á Íslandsmiðum. Viðburðurinn fer fram á Franska safninu og tekur um klukkustund. Kjörið að halda upp í skóla í pétanque að erindi loknu.

17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque í boði Orkusölunar
Spilað er á sparkvellinum við grunnskólann. Skráning á staðnum.
Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna.

20:30 – 22:30 Sumarfjarðaball með Stuðlabandinu og DJ Antoni
Fjarðaball í Skrúð fyrir ungmenni fædd 2007 – 2012. Verð: 2.000 kr og er selt inn við inngang. Sömu reglur gilda og á félagsmiðstöðvarböllum og ógildir ölvun miðann.

23:59 – 03:00 Stórdansleikur Franskra daga
Stuðlabandið sér um stórdansleikinn í ár og er hann eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Aldurstakmark er 18 ára og verðið 3.900 kr. í forsölu á www.tix.is en 4.900 kr við hurð.


Sunnudagur 20. júlí

10:30 Í kósýstuði með Guði
Helgistund í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem tengslin við Gravelines verða í forgrunni. Tilvalið er að hittast og njóta samverunnar. Tónlistaratriði í boði Fáskrúðsfjarðarkirkju.

13:00 Félagsvist í Glaðheimum
Færð þú bara slagi í nóló? 1.000 kr þátttökugjald og er innifalið kaffi og með því.

13.00 Leikhópurinn Lotta í íþróttahúsinu
Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött á sinn einstaka hátt. Sýningar þeirra einkennast af leikgleði og líflegum söng og er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Frítt inn í boði Alcoa Fjarðaáls.

14.00 Frisbígolfmót við Búðagrund
Skráning á staðnum og koma keppendur með sína eigin diska.

Birt með fyrirvara um breytingar

Verið velkomin á Franska daga á Fáskrúðsfirði


Also check out other Sports events in Egilsstadir, Contests in Egilsstadir.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Fáskrúðsfjörður - East Fjords Iceland, Hafnargata 9, 750 Fjarðabyggð, Ísland, Egilsstadir, Iceland

Just a heads up!

We have gathered all the information for you in one convenient spot, but please keep in mind that these are subject to change. We do our best to keep everything updated, but something might be out of sync. For the latest updates, always check the official event details by clicking the "Find Tickets" button.

Get updates and reminders

Host Details

Franskir Dagar á Fáskrúðsfirði

Franskir Dagar á Fáskrúðsfirði

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Franskir dagar 2025! | Event in Egilsstadir | AllEvents
Franskir dagar 2025!
Wed, 16 Jul, 2025 at 08:00 pm