Franskir dagar á Fáskrúðsfirði fara fram 16. - 20. júlí
Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar
Franskir dagar 2025 - Dagskrá
Miðvikudagur 16. júlí
17:00 Ganga í aðdraganda hátíðar
Mæting við bæinn Tungu þaðan sem gengið verður áleiðis inn Tungudal eftir gönguleið um Reindalsheiði. Falleg gönguleið og fallegir fossar að sjá. Göngufélag Suðurfjarða stendur fyrir göngunni.
20:30 Þjófstart Franskra daga í boði Gull léttöl
Birkir Snær og Daníel Geir hita upp með skemmtilegu Pub Quiz. Kvissið fer fram í Skrúð og opnar húsið kl. 20.00. Frítt inn og 18 ára aldurstakmark.
Fimmtudagur 17. júlí:
17:00 Tour de Fáskrúðsfjörður
Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn. Allir keppendur verða að vera með hjálm. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en allir keppendur fá þátttökuverðlaun. Spinning- og stöðvaþjálfun sér um keppnina.
19:30 Kenderíisganga og setning Franskra daga
Óvissuferð um bæinn og verður ýmislegt á boðstólnum. Mæting við skólann þar sem hátíðin verður sett.
21:00 PartýBingó Tony og Svens
Óhætt er að segja að þessir meistarar hafi slegið í gegn með bingóum sínum og verður gaman að fá þá á Franska daga. Við opnum húsið 21.00 og hefjum leik þegar fólk hefur skilað sér úr göngu. Flott verðlaun í boði og miklu stuði lofað. Spjaldið kostar 1.500 kr og tvö spjöld á 2.500 kr.
Föstudagur 18. júlí:
10:30 - 11.30 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson
Mæting við grunnskólann og hlaupið að minnisvarða um Berg við Búðaveg 36.
16:00 Dorgveiðikeppni
Keppnin fer fram á Bæjarbryggjunni neðan við Fram. Munið eftir björgunarvestum.
18:00 fótboltaleikur á Búðagrund
Það verður stórleikur þegar Leiknir/BN mætir Fálkum í utandeild KSÍ í fótbolta. Mætum, styðjum og sjáum alvöru tilþrif.
21:00 – 23:30 Brekkutónleikar Franskra daga við Búðagrund
Frábær kvöldstund sem endar á varðeldi og fjöldasöng. Fram koma:
VÆB
Sigga Ózk
Eddi og Kristel
Siggi Þorbergs með fjöldasöng
Kynnar verða þau bráðskemmtilegu Árni og Sylvía úr Bestu lögum barnanna í boði Loðnuvinnslunnar
23:30 Flugeldasýning
Björgunarsveitin Geisli skýtur upp glæsilegri flugeldasýningu eins og henni einni er lagið. Það er META sem býður upp á sýninguna í ár.
23:59 – 03:00 Skrúðsgleði
Siggi Þorbergs verður í hörku stuði með gítarinn.
18 ára aldurstakmark. Frítt inn í boði Loðnuvinnslunar.
Laugardagur 19. júlí
10:00 Helgistund í Frönsku kapellunni
Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann.
11:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum
Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Hvetjum fólk til að fjölmenna og þá sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn. Íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.
11:00 BMX-brós með hjólanámskeið í boði Landsbankans
Snillingarnir BMX-brós verða með námskeið fyrir hressa krakka. Allir þátttakendur verða að hafa hjálm og fer námskeiðið fram á Skólavegi framan við sundlaugina.
13:30 Búningahlaup Latabæjar
Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og eru þátttakendur hvattir til að mæta í skrautlegum klæðnaði. Mætt er við kirkjuna og hlaupið að hátíðarsvæði. Þátttakendur fá glaðning frá Eyjabita að hlaupi loknu.
14:00 Hátíð í bæ
Glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem fram fer á Skólavegi. Fram koma:
Íþróttaálfurinn í boði Sparisjóðs Austurlands
Sigga Ózk
BMX Brós í boði Kaldvíkur
Kynnar verða þau Árni og Sylvía úr Bestu lögum barnanna í boði Loðnuvinnslunnar
Einnig verður hið árlega happdrætti Franskra daga þar sem nóg er að vinna og veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið.
Að auki verður vöfflusala í Skrúð og afþreying fyrir yngstu kynslóðina við hátíðarsvæði.
16:00 Frá sjóslípuðum steinum Les Huttes til Íslandsstrandar
Áhugavert erindi um sögu Frakka á Íslandsmiðum. Viðburðurinn fer fram á Franska safninu og tekur um klukkustund. Kjörið að halda upp í skóla í pétanque að erindi loknu.
17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque í boði Orkusölunar
Spilað er á sparkvellinum við grunnskólann. Skráning á staðnum.
Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna.
20:30 – 22:30 Sumarfjarðaball með Stuðlabandinu og DJ Antoni
Fjarðaball í Skrúð fyrir ungmenni fædd 2007 – 2012. Verð: 2.000 kr og er selt inn við inngang. Sömu reglur gilda og á félagsmiðstöðvarböllum og ógildir ölvun miðann.
23:59 – 03:00 Stórdansleikur Franskra daga
Stuðlabandið sér um stórdansleikinn í ár og er hann eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Aldurstakmark er 18 ára og verðið 3.900 kr. í forsölu á www.tix.is en 4.900 kr við hurð.
Sunnudagur 20. júlí
10:30 Í kósýstuði með Guði
Helgistund í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem tengslin við Gravelines verða í forgrunni. Tilvalið er að hittast og njóta samverunnar. Tónlistaratriði í boði Fáskrúðsfjarðarkirkju.
13:00 Félagsvist í Glaðheimum
Færð þú bara slagi í nóló? 1.000 kr þátttökugjald og er innifalið kaffi og með því.
13.00 Leikhópurinn Lotta í íþróttahúsinu
Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa Hött á sinn einstaka hátt. Sýningar þeirra einkennast af leikgleði og líflegum söng og er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Frítt inn í boði Alcoa Fjarðaáls.
14.00 Frisbígolfmót við Búðagrund
Skráning á staðnum og koma keppendur með sína eigin diska.
Birt með fyrirvara um breytingar
Verið velkomin á Franska daga á Fáskrúðsfirði
Also check out other Sports events in Egilsstadir, Contests in Egilsstadir.