Hvernig er formið þitt í raun og veru?
Nú geturðu fengið svörin – og fræðst um hvernig á að hámarka þolið með VO₂ max mælingum.
Margir þekkja orðið VO₂ Max, en færri vita hvernig þeir geta raunverulega nýtt sér slíkar mælingar í sinni eigin þjálfun.
Hvað þýða niðurstöðurnar? Hvernig getur þú tengt þær við markmið þín og daglega æfingu? Og af hverju ættu iðkendur að láta mæla VO₂ Max yfirhöfuð?
Á kynningunni ætlar Kristinn Þráinn, íþróttafræðingur, að fara yfir þessi atriði og sýna hvernig mælingar geta gefið þér skýra mynd af stöðu þinni – og ekki síður hvernig þú getur notað þær niðurstöður til að æfa markvissar og ná meiri árangri.
Hann notar greiningartækið VO₂ Master, sem mælir í rauntíma hvernig líkaminn nýtir súrefni við álag. Út úr mælingunni fæst greinargóð skýrsla sniðin að þínum markmiðum – hvort sem þau eru að komast af stað eða ná besta formi lífsins.
Tækið hefur verið borið saman við mælitæki Háskóla Íslands í samstarfi við Nönnu Ýr, lektor við Háskólann á Akureyri, og niðurstöðurnar reyndust sambærilegar.
👉 Á kynningunni verður einnig hægt að bóka mælingar – með Æskuafslætti.
Hlakka til að sjá ykkur í Æskuheimilinu,
Með kveðju,
Kristinn Þráinn, íþróttafræðingur
Instagram: @Afrex2025
YWZyZXgyMDI1IHwgZ21haWwgISBjb20=