Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Hámark 10 þátttakendur.
Verð fyrir báða dagana 27.000 kr.
Laugardagur 8. nóv. kl. 12:30-17:00
Jarðtenging. Farið yfir hvers vegna jarðtenging er okkur svo mikilvæg, bæði í okkar daglega lífi og sem grunnur að allri andlegri vinnu. Æfingar og leiðbeiningar til þess að styrkja jarðtenginguna og fá tilfinningu fyrir því hvernig hún er (sterk/veik) og vinna með það. Einnig farið yfir það hvað er andleg vinna, hvað langar fólk til að gera og mikilvægi þess að hugsa vel um ýmsa þætti t.d vatnsdrykkju þegar verið er að vinna.
Vernd. Hvað getum við gert til þess að passa upp á okkar andlegu orku, viðhalda henni fyrir okkur og stjórna því hvernig flæði hennar er. Hvernig finnum við hvort við erum með þetta í lagi? Æfingar til þess að læra að stjórna þessum þætti, ekki síst í okkar daglega lífi, þar sem orkan er oft tekin frá okkur án okkar vitundar, sérstaklega í fjölmenni.
Laugardagur 15. nóv. kl. 12:30-17
Heilun. Hvað er heilun, hvernig get ég notað heilun fyrir sjálfan mig og lögð áhersla á að fyrst hugsar maður um sjálfan sig, áður en hægt er að vinna með aðra. Æfingar í næmni, finna fyrir orkunni og átta sig á hvað er um að vera. Æfingar í heilun og fjarheilun.
Ómar Pétursson, miðill. Fæddur og uppalinn á Bakkafirði, lengi búsettur á Dalvík, en er núna á Akureyri. Hefur frá því hann man eftir sér séð ýmsar verur, álfa, huldufólk og framliðna. Ómar hefur farið á fjölda námskeiða innanlands, en einnig þrisvar sinnum farið á námskeið til Bretlands, t.d. The Arthur Findley College, síðast um mánaðarmótin ágúst-september 2018. Síðustu 19 ár hef Ómar starfað mest við heilun og miðlun. Hann hefur einnig haldið námskeið um andleg mál og verið með fyrirlestra um efnið. Hann setti upp síðuna og stjórnar „Tveggja heima tal“ á Facebook, þar sem hægt er að setja fram spurningar og fylgjast með umræðum um andleg mál.
You may also like the following events from Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri:
- This Saturday, 4th October, 01:00 pm, Að spá í bolla - námskeið með Sunnu Árnadóttur spámiðli in Akureyri
- This Sunday, 5th October, 01:00 pm, Köku & Handverksbasar Sálarrannsóknarfélagsins á Akureyri - Fjáröflun fyrir félagið. in Akureyri
- Next Sunday, 12th October, 08:00 pm, Hópheilun með Hildu, Eygló & Huldu in Akureyri