Við hjá TM leggjum ríka áherslu á að styðja við jákvæð samfélagsverkefni, sérstaklega þau sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl og samveru fjölskyldunnar. Þess vegna gleður okkur að bjóða Akureyringum og nærsveitungum í Fjölskylduhlaup TM í samstarfi við Frjálsíþróttasamband Íslands.
📍Hvar? Háskólanum á Akureyri.
📅Hvaða dag? Sunnudaginn 7. september.
🕚Klukkan hvað? Upphitun með VÆB kl. 11:00. Hlaupið hefst kl. 11:15.
🎁Hvað kostar? Ekki neitt. Öll börn fá glaðning og íþróttanammi þegar þau koma í mark.
FRÍ og TM hafa sett saman fallega og fjölskylduvæna hlaupaleið, um 1800 metra hring, sem liggur um svæðið við Háskólann á Akureyri og Glerána. Öll eru hjartanlega velkomin – þátttaka er ókeypis og stendur öllum til boða.
Skráðu þig hér:
https://netskraning.is/fjolskylduhlaup-tm/
Hlaupanúmer má sækja dagana fyrir hlaup, 2.–6. september í Sportveri á Glerártorgi. Opnunartími verslunarinnar er frá 10:00-18:00 mánudaga til föstudaga og frá 10:00-17:00 á laugardögum. Kynningar verða á Nike vörum og 15% afsláttur verður í boði af Nike vörum í búðinni gegn framvísun hlaupanúmers.
Einnig verður hægt að sækja númer á hlaupdag í Háskólanum á Akureyri, en við hvetjum sem flest til að sækja númerin fyrir hlaupdag.
Athugið að nóg er að börnin fái hlaupanúmer – ekki þarf að skrá fullorðna sem hlaupa með.
Sjáumst í Fjölskylduhlaupinu!