Dásamleg hljóðheilun fyrir fólk sem sækist eftir endurheimt á líkama og sál. Hentar einstaklingum, pörum, vinum og vinkonum sem náð hafa 18 ára aldri.
Tíminn stendur yfir í 70 mínútur.
Viðburðurinn er haldinn á Akureyri að Súluvegi 2.
ATHUGIÐ!
Það þarf að skrá sig með því að setja "going" á viðburð, eins óska ég eftir skilaboði um skráningu til Líkama Sálar.
ATHUGIÐ !
Hljóðheilun er ekki æskileg þeim sem gengist hafa undir gangráðsígræðslu.
Hljóðheilun er einstaklega góð fyrir þá sem vilja ná djúpri slökun í kyrrð og ró. Eins styrkir hljóðheilun taugakerfið, hefur góð áhrif á blóðrásina og bætir svefn svo fátt eitt sé nefnt.
Í tímanum mun ég líkt og fyrr notast við gong, kristalskálar, shaman trommu, indíánaflautu og ýmis önnur minni hljóðfæri sem notuð eru til meðferðar til að hjálpa fólki að slaka á, draga úr streitu og bæta almenna heilsu sína.
Nauðsynlegt að vera í hlýjum og þægilegum klæðnaði og góðum sokkum.
Dýnur, teppi og koddar eru á staðnum.
Ég býð upp á 12 pláss.
Verð aðeins 3.500 krónur.
Ég hlakka til að taka á móti ykkur.
Harpa Dowan Howee