16 . September-17. Október tekur Veðurfölnir við nýliðainntöku í vestrænum stíl víkingabardaga.
Í upphafi verður æft með prikum og lánsskjöldum en seinna meir verður námskeið í skjaldarsmíði þar sem hver og einn fær tækifæri á að gera skjöld undir handleiðslu reyndra einstaklinga.
eina sem þarf að mæta með eru vinnuhanskar í þykkari kantinum, hokkí eða motorcross hanskar virka líka og mæta í fatnaði sem hentar til útiveru og íþróttaiðkunar.
gott er að hafa líka hné og olnbogahlífar með.
æfingarnar eru 2 klst þannig að endilega hafið vatn eða eitthvað að drekka með ykkur.
Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að prófa eða eru með einhverjar spurningar mega endilega senda okkur skilaboð og við svörum eins fljótt og auðið er.