Hugleiðsla og öndun - helgarnámskeið í undirstöðuatriðum búddískrar hugleiðslu (núvitund) og jógískri öndun (pranayama).
Á námskeiðinu lærir þú undirstöðuatriði í hugleiðslu og pranayama öndun. Hugleiðsla getur dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á almenna líðan, í gegnum hugleiðslu og öndun leitumst við við að dýpka tenginguna við okkur sjálf.
Þetta hugleiðslunámskeið er fyrir alla sem vilja tileinka sér einfaldar og áhrifaríkar aðferðir sem efla innri ró og einbeitingu.
Á námskeiðinu er farið yfir:
- Grunnatriði hugleiðslu og öndun
- Rannsóknir á áhrifum þessara aðferða
- Hagnýtar æfingar sem auðvelt er að nýta í daglegu lífi.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er opið bæði byrjendum og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á hugleiðslu og öndun. Hvort sem þú ert að leita að ró í dagsins önn eða leiðum til að efla persónulegan þroska, þá getur þetta námskeið stutt við þína vegferð.
Lengd og fyrirkomulag:
Námskeiðið er kennt frá 13-16 laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. september og samanstendur af leiddum hugleiðslum, öndunaræfingum, fræðslu og umræðum.
Kennari námskeiðsins er Þuríður Helga Kristjánsdóttir en hún hefur stundað hugleiðslu um árabil og er einnig með formlega menntun í hugleiðslu, jóga og pranayama öndun.
Skráning:
VmVnbHluZGkgfCB2ZWdseW5kaSAhIGlz
Verð:
18.500
Also check out other Health & Wellness events in Akureyri.