27. nóvember verða haldnir sérstakir styrktartónleikar á Sviðinu í miðbæ Selfoss, kvöld sem snýst um samstöðu, hlýju og að standa með fjölskyldu sem stendur í gríðarlega þungum aðstæðum.
Elín Rut Theodórsdóttir og Þorsteinn Helgi Sigurðarson eignuðust sitt þriðja barn, Þorstein Birni, þann 14. október síðastliðinn.
Á meðgöngu kom í ljós sjaldgæfur hjartagalli og aðeins tveggja daga gamall var litli Þorsteinn Birnir fluttur ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar. Hann hefur þegar gengist undir þrjár hjartaaðgerðir og mun þurfa stóra aðgerð í framtíðinni.
Hjartagallinn er svo einstakur að læknar erlendis hafa nefnt hann „Bears heart“, í höfuðið á Þorsteini Birni sjálfum, litlum stríðsmanni sem heldur áfram að koma öllum á óvart með ótrúlegri seiglu. Ekki er víst hvenær fjölskyldan kemst heim.
Slíkar aðstæður eiga engin foreldri né barn að þurfa að ganga í gegnum, og fjárhagsáhyggjur eiga ekki að vera hluti af þessari baráttu. Þess vegna hvetjum við alla sem geta til að leggja sitt af mörkum.
Á tónleikunum koma fram Króli, Fríða Hansen, Katla Njáls, Vilhjálmur B. Bragason og Ingi Þór.
Miðaverð er 3.500 kr og er greitt við hurð.
Húsið opnar 19:30 - atriði hefjast 20:30.
Allur ágóði af miðasölu, bjórsölu og bolasölu fer beint til Elínar og Þorsteins.
Margt smátt skiptir máli 💙
Styrktarreikningur:
Kt. 161097-3229
Rkn. 0150-26-018151
You may also like the following events from Sviðið: