Miðfellshlaupið 2025 er til styrktar Vettvangsliðum Bf. Eyvindar en hópurinn þjónar uppsveitum Árnessýslu. Hópurinn er fyrsta útkall þegar þörf er á sjúkrabíl vegna bráðatilfella (slys, hjartaáfall, hjartastopp, bráðaofnæmi o. f.r.v). Vegna nálægðar í uppsveitunum er Vettvanghjálparhópurinn kominn á vettvang um 10-20 mín. áður en sjúkrabíll frá Selfossi kemur.
Boðið verður upp á þessar vegalengdir:
- 1.2 km (99% malbik)
- 3 km. (ganga/skokk)
- 5 km. (ganga/skokk/hlaup, byrjar í Miðfellshverfinu, minibus)
- 10 km. (skokk/hlaup, byrjar við íþróttahúsið)
Hlaupið byrjar kl. 11. Hlaupaleiðin liggur milli íþróttahúss á Flúðum og Miðfellshverfisins, og fylgir reiðveg og malarveg meðfram Miðfelli að vestanverðu. Hér má sjá myndband af leiðinni:
https://www.relive.cc/view/v1vjD3V5ZJ6
Það verður ekki rásnúmer eða tímataka en það verður markklukka þar sem þátttakendur geta séð tíma sinn þegar í mark er komið. Vakinn er athygli á því að þátttökugjald er í formi greiðsluseðils í heimabanka eftir að hlaupi er lokið.
Skráning í hlaupið:
https://forms.gle/3H1aXU3V2Lovcv9H9
Starf vettvangshjálparhópsins:
Björgunarfélagið Eyvindur hefur frá árinu 2011 verið með starfandi vettvangsliðahóp sem sinnir neyðarviðbragði í uppsveitum Árnessýslu. Samningur er á milli Bf.Eyvindar og HSU og fellst í að HSU geti óskað eftir aðstoð hópsins þegar þarf aðstoð og bregðast þarf við í alvarlegum veikindum eða slysum í uppsveitum Árnessýslu. Árið 2011, þegar vettvangshjálparhópurinn var stofnaður, voru 6 menntaðir einstaklingar í vettvangshjálp í óbyggðum (WFR). Með árunum hefur svo fjölgað í hópnum og eru auk WFR menntaðra, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og sjúkraflutningafólk í hópnum. Í dag samanstendur hann af alls 15 manns . Nauðsynlegt er að hafa góða endurmenntun fyrir hópinn og er Vettvangshjálparhópurinn duglegur að ná sér í meiri þekkingu með því að sækja námskeið og fyrirlestra og einnig koma annað slagið sjúkraflutningsmenn frá HSU og fara yfir ýmislegt sem er talið er gott að skerpa á.