Laugardaginn 21. júní 2025 heldur HLJÓMSVEITIN KLAUFAR tónleika á okkar einstaka stað, Sviðinu á Selfossi.
Hljómsveitin spilar vandað kántrýpopp og mun spila ný frumsamin lög af væntanlegri plötu og einnig eldri tónlist, en hljómsveitin hefur gefið út þrjár plötur og einnig gert vinsælar ábreiður af lögum sem allir þekkja.
KLAUFAR lofa góðri stemningu á þessu miðsumars laugardagskvöldi á Sviðinu og ekki má gleyma að hljómsveitin var stofnuð á Selfossi árið 2007!
Hljómsveitina skipa:
Guðmundur Annas Árnason gítarleikari og söngvari (Soma, Fjöll)
Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start, Gildran, Huldumenn)
Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin hans Jóns míns, Pláhnetan)
Birgir Nielsen trommuleikari (Vinir vors og blóma, Land og synir, Sælgætisgerðin, Skonrokk).
Hljómsveitin Klaufar var stofnuð árið 2006 og hefur starfað linnulítið síðan, spilað bæði á böllum og tónleikum.
Hljómplöturnar þrjár sem bandið hefur gefið út heita
Hamingjan er björt, Síðasti mjói kaninn og Óbyggðir.
Á fyrstu plötunum voru tökulög sett í léttan kántrý búning en frá og með plötunni Óbyggðir hefur sveitin fært sig yfir í að flytja og senda frá sér frumsamin lög sem hafa komið reglulega út á undanförnum árum og má þar nefna lög eins Búkalú, Lífið er ferlega flókið, Óbyggðir, Þessi eina sanna, Ef allt gengur að óskum og nú síðast ballöðuna Fólk.
You may also like the following events from Sviðið: