Aðalfundur Leikfélags Eyrarbakka fer fram 28. maí kl. 20:00 í fundarsalnum á Byggðarsafni Árnesinga (gamla Alpan húsið, búðarstígur 22)
Allir sem hyggjast ganga í félagið, sem og aðrir áhugasamir, eru velkomnir, en einungis skuldlausir félagar hafa gildan atkvæðisrétt.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar
4. Lagabreytingar
- 5 gr.
„Starfstímabil félagsins er frá 1. september
til 31. ágúst. Á aðalfundi gerir stjórn grein fyrir starfsemi liðins árs. Aðeins fullgildir félagar mega sitja aðalfund.”
Breytingartillaga: „Starfstímabil félagsins er frá 1. júní til 31. maí. Á aðalfundi gerir stjórn grein fyrir starfsemi liðins árs. Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðarétt.”
- 8. gr. 2.
„… Reikningsárið er almanaksárið.”
Breytingartillaga: „… Reikningsárið er starfsár félagsins.”
9. gr. 2.
„Drög að næsta leikári skulu liggja fyrir 1. sept. ár hvert.”
Breytingartillaga: „Drög að næsta leikári skulu liggja fyrir 15. sept. ár hvert.”
9. gr. 7.
„… Félagar fá ekki tekjur af starfsemi félagsins.”
Breytingartillaga: „… Félagar fá ekki tekjur af starfsemi félagsins að undanskyldum hugverkslaunum þ.e.a.s. þjónustu sem félagið þarf annars vegar að fjárfesta í. Þar má nefna leikstjórn, tónlist og þess háttar þjónustu.”
5. Ákvörðun um félagsgjald
6. Kosning stjórnar
Eftirfarandi hafa þegar boðið sig fram:
Álfrún Auður Bjarnadóttir býður sig fram sem formann
Auður Elín Hjálmarsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda en hún kemmst ekki á aðalfund.
7. Kosning endurskoðenda
8. Önnur mál
Nánari útskýringar á tillögum um lagabreytingar verða veittar á aðalfundinum.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og eins vera með tilbúnar eigin tillögur sé þess óskað fyrir fundinn.